Skólaskákmót Hafnarfjarðar í dag

Hafnarfjarðarmót í yngri flokki (1-7 bekk) í skólaskák fer fram á venjulegum æfingatíma skákdeildar Hauka kl. 17.15 til ca. 19. í dag þriðjudag 25. apríl.

Skólarnir mega senda eins marga þátttakendur og þeir vilja (meðan húsrúm leyfir) auk þess sem gert er ráð fyrir að þeir sem mæta venjulega á æfingar taki þátt. Þátttaka er ókeypis og veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Mótið er haldið í íþróttahúsinu á Ásvöllum, efri hæð og eru tefldar 7 mínútna skákir.

Eldri flokkurinn 8-10 bekkur verður síðan einnig á Ásvöllum en ekki fyrr en á fimmtudag 27. apríl kl. 19.

2 efstu á Hafnarfjarðarmótinu í hvorum flokki vinna sér þátttökurétt á Kjördæmismóti í skólaskák (miðjan maí) þar sem 2 efstu tryggja sér sæti á Landsmóti í skólaskák sem verður dagana 8-11 júní næstkomandi.