Skákæfing 30. ágúst

Halldór Brynjar Halldórsson stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu á skákæfingunni í gærkveldi. Þátttakendur voru 12. Auk Halldórs var gaman að sjá menn eins og Árna Þorvaldsson og gamla meistarann Hauk Sveinsson mæta og vonandi að þeir láti sjá sig sem oftast. Eins og áður segir var keppnin hörð og varð lokastaðan þessi:

1.Halldór Brynjar Halldórsson 9v. af 11.

2-4.Heimir Ásgeirsson 8
2-4.Jón Magnússon 8
2-4.Sverrir Þorgeirsson 8

5.Árni Þorvaldsson 7

6.Auðbergur Magnússon 6

7.Snorri S. Karlsson 5

8.Ingi Tandri Traustason 4,5

9-10.Ragnar Árnason 3
9-10.Haukur Sveinsson 3

11.Grímur Ársælsson 2,5

12.Kristján Ari Sigurðsson 2

Í lokin var svo slegið upp liðakeppni, og var að vanda skipt jafnt í lið miðað við frammistöðu manna á æfingunni.

Lið-A: Heimir, Árni, Aui, Kristján.

Lið-B: Sverrir Þ., Jón, Snorri, Ingi.

B-liðið hafði betur í 1.umferð 2,5 – 1,5 og var umferðin að klárast þegar undirritaður mætti á staðinn. Kristján þurfti þá að yfirgefa svæðið og höfðu menn á orði að Varði væri kannski ekki rétti maðurinn til að leysa hann af. Þrátt fyrir styrkleikamuninn töpuðu B-liðsmenn aðeins niður einum vinningi í hinum þremur umferðunum og skyldu liðin því jöfn 8-8.