Skákæfing 27.desember

Sverrir Þorgeirsson og Varði urðu efstir og jafnir á lokaæfingu ársins sem fram fór í gærkveldi. Báðir hlutu þeir 11,5 vinning úr 13 skákum.

Sverrir vann sannfærandi sigur á Varða í innbyrðisviðureign þeirra og má því segja að hann hafi unnið æfinguna. Rögnvaldur var ekki langt undan með 10,5 vinning og tapaði í rauninni aðeins einni skák, gegn Sverri Þorgeirssyni. Sáttastur var Rögnvaldur þó við það að vera efstur af fjölskyldumeðlimunum, en þeir fjórmenningar (Jón, Rögnvaldur, Arnar, og Brynjar) eru miklir keppnismenn.

Sverrir þurfti að lúta í gras gegn Stefáni Péturssyni, sem búinn er að stimpla sig rækilega inn sem einn af toppmönnunum. Það má glöggt sjá á mótstöflunum að Stefán hefur bætt sig töluvert í haust. Auk þess gerði Sverrir jafntefli við Bandaríkjamanninn Dayne Nix, sem var þarna mættur ásamt Elvin félaga sínum.

Lokastaðan varð annars þessi:

1-2. Sverrir Þorgeirsson 11,5
1-2. Þorvarður Fannar 11,5

3. Rögnvaldur Jónsson 10,5

4. Stefán Pétursson 9

5-6. Daníel Pétursson 8
5-6. Jón Magnússon 8

7. Dayne Nix 7

8. Snorri S. Karlsson 6

9. Sveinn Arnarsson 5,5

10. Elvin Bitterman 5

11. Guðmundur G. Guðmundsson 4

12. Brynjar Ísak Arnarsson 2,5

13. Arnar Jónsson 1,5

14. Sverrir Gunnarsson 1

Einhverjir þurftu að fara eftir aðalmótið, en við vorum þó nokkrir sem vorum áfram og tókum aukamót. Þar var það Danni sem kom, sá, og sigraði. Hann vann fyrstu fjórar skákir sínar og gerði svo jafntefli við Jón í síðustu umferð. Mjög sannfærandi sigur hjá honum.

Lokastaðan í seinna mótinu:

1. Daníel Pétursson 4,5 af 5

2. Þorvarður Fannar 4

3. Jón Magnússon 3,5

4. Dayne Nix 1,5

5. Elvin Bitterman 1

6. Snorri Karlsson 0,5

Að lokum vil ég minna Haukamenn á jólamót skákfélags Reykjanesbæjar, sem fram fer annað kvöld kl.20. Teflt verður í Framsóknarhúsinu við Hafnargötu 62 í Reykjnesbæ. Vona að flestir okkar sjái sér fært að mæta. 🙂