Skákæfing 25.janúar 2005

Jón Magnússon vann langþráðan og góðan sigur á skákæfingunni í gærkveldi. Sökum góðrar þátttöku Haukamanna á skákþingi Reykjavíkur, sem nú stendur yfir, var mætingin á æfinguna mjög dræm. Af þeim 9, sem lögðu leið sína að Ásvöllum, voru 4 úr fjölskyldu Jóns! 🙂

Tefld var tvöföld umferð allir við alla og byrjuðu tveir efstu menn mótsins, Jón og Þorvarður, að gera 1-1 jafntefli í fyrstu umferð. Eftir það setti Jón í fluggírinn og vann hverja skákina á fætur annarri á meðan synir hans tóku sinn hvorn hálfa punktinn af Varða. Ungstirnið Brynjar Ísak náði svo verðskulduðu jafntefli gegn afa sínum í lokaskákinni, sem dugði þeim síðarnefnda til að ná óskiptu 1.sæti. Lokastaðan var annars þessi:

1. Jón Magnússon 14,5 af 16.

2. Þorvarður Fannar 14

3. Auðbergur Magnússon 11

4. Rögnvaldur Jónsson 10,5

5-6. Brynjar Ísak Arnarsson
Arnar Jónsson 7

7. Geir Guðbrandsson 4

8. Kristján Ari Sigurðsson 3,5

9. Rúnar Jónsson 0,5