Skákæfing 22.nóvember

Alls tóku 14 manns þátt í skákæfingunni í gærkveldi. Æfingin hefur oft verið sterkari, en menn á borð við Heimi og Jón M. sáu sér ekki fært að mæta.

Varði náði að vinna sína aðra æfingu í röð og nú eftir harða baráttu við Sverri Þorgeirsson. Þeir kappar voru jafnir að vinningum þegar þeir mættust í næstsíðustu umferð, en þar hafði Varði betur. Ingi Tandri virðist vera að ná því taki á Varða sem Aui formaður hafði áður, en Varði féll á tíma gegn honum eftir vægast sagt miklar flækjur! Þá komst Varði lítt áleiðis gegn þeim Daníel og Grími og enduðu þær skákir báðar með jafntefli.

Lokastaðan:

1. Þorvarður Fannar 11 af 13.

2. Sverrir Þorgeirsson 10

3-4. Ingi Tandri 9
3-4. Stefán Pétursson 9

5-7. Daníel Pétursson 8,5
5-7. Grímur Ársælsson 8,5
5-7. Ragnar Árnason 8,5

8. Snorri Karlsson 7,5

9. Kristján Ari Sigurðsson 5,5

10. Sverrir Gunnarsson 4,5

11. Sveinn 3,5

12. Baldur Snæhólm 3

13. Geir Guðbrandsson 2,5

14. Rúnar Jónsson 0

Þá var svo komið að hinni margrómuðu liðakeppni og voru liðin að vanda valin eftir frammistöðu manna á æfingunni.

Lið A: Varði, Stefán P., Daníel, Snorri, Geir.

Lið B: Sverrir Þ., Ingi, Ragnar, Kristján, Baldur.

Menn höfðu það á orði að þetta væri nú ekki jöfn skipting og komu hugmyndir um það að breyta þessu eitthvað. Liðunum var þó ekki breytt og endaði keppnin með stórsigri A-liðsins 17-8.