Sigur á HK – Næsti heimaleikur á föstudaginn

Aron Jóhannsson var valinn maður leiksins gegn HK og tekur hann við viðurkenningu frá Jóhanni Unnari Sigurðssyni, varaformanni Knattspyrnudeildar Hauka, af því tilefni.

Aron Jóhannsson var valinn maður leiksins gegn HK og tekur hann við viðurkenningu frá Jóhanni Unnari Sigurðssyni, varaformanni Knattspyrnudeildar Hauka, af því tilefni.

Haukar unnu 2-0 sigur á HK í kvöld í 1. deild karla í fótbolta en leikurinn fór fram á Ásvöllum.  Zlatko og Aron JP gerðu mörk okkar manna.  Haukar eru nú í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig.

Eftir jafnan fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu beggja liða þar sem bæði lið fengu ágæt marktækifæri þá tóku okkar strákar yfirhöndina í leiknum á 50-60 mínútu leiksins.  Þeir spiluðu flottan fótbolta og uppskáru svo mark á 72 mínútu þegar Zlatko átti skot sem markvörður HK missti undir sig.

En okkar menn voru ekki hættir og á 79 mínútu skoraði Aron annað mark okkar manna eftir glæsilega sókn þar sem Haukur átti snilldar sendingu á Aron.

Aron var svo valinn maður leiksins en sigurinn var þó algjörlega sigur liðsheildarinnar.

Það er stutt í næsta leik en hann verður á föstudaginn, 17. júlí, kl. 19:15 þegar Víkingur Ólafsvík mætir í heimsókn á Ásvelli.  Nú er um að gera að fjölmenna á Ásvelli og hvetja okkar menn til sigurs en Víkingur er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig.

Áfram Haukar!

Umfjöllun á Fotbolti.net:

Skýrslan

Viðtal við Luca