Sigur í veðurblíðunni

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik í 2 vikur sunnudaginn 24. júní, leikurinn var á móti BÍ/Bolungarvík en þær voru neðstar í deidinni fyrir þennan leik með ekkert stig úr 5 leikjum en Haukar voru í sætinu fyrir ofan þær með 3 stig úr 3 leikjum. Veðrið á Ásvöllum var mjög gott 15 stiga hiti, smá gola og heiðskýrt.

Byrjunarliðið var þannig að var Þuríður Sif Ævarsdóttir, í vörninni voru Saga K. Finnbogadóttir(fyrirliði), Eva Dröfn Ólafsdóttir, Aðalheiður Sigfúsdóttir og Aðalheiður Rán Þrastardóttir. Á miðjunni voru Dagbjört Agnarsdóttir, Sara Rakel Hlynsdóttir, Sandra Björk Halldórsdóttir og Björk Gunnarsdóttir síðan í fremstu víglínu voru Svava Björnsdóttir og Eva Jenný Þorsteinsdóttir.

Leikurinn byrjaði með því að Haukar sóttu mun meira og BÍ/Bolungarvíks stelpur áttu þó nokkrar skyndisóknir en þær skoruðu úr einni slíkri eftir um það bil 10 mínútna leik og þar var að verki Anna Marzellíusardóttir en hún komst þá ein innfyrir vörn Hauka stelpna. Nokkrum mínútum síðar átti Anna góða sendingu innfyrir á Stefaníu Sigurðardóttur sem skaut góðu skoti fyrir utan teig og skoraði og kom BÍ/Bolungarvík í 0 – 2.

Í seinni hálfleik kom allt annað Haukalið inn á völlinn og strax á 47. mínútu fengu Hauka hornspyrnu og eftir hana varð klafs inn í teig gestana og boltinn barst til fyriliðans Sögu K. Finnbogadóttur og skaut hún boltanum í slánna inn og skoraði. Stuttu síðar átti Sara Rakel góðan sprett upp miðjuna og hún var komin við vítateigshornið vinstra megin og skaut í slánna niður og þá varð mikil reikistefna sem endaði með því að dómarinn dæmdi mark og staðan orðin jöfn. Eftir tæplega 15. mínútna leik voru Haukar komnir yfir en þá gaf Svava boltann innfyrir á Dagbjörtu sem lék á Áslaugu Ingu Barðadóttur markmann BÍ/Bolungarvíks og skoraði svo í autt markið.

Þetta var ekki góður leikur hjá Hauka stelpum en seinni hálfleikurinn var þó þokkalegur það var þó gaman að sjá sumar stelpur í Haukaliðinu sem lögðu sig allan fram í leikinn eins og Söru Rakel sem var mjög skapandi og skoraði glæsilegt mark. Einnig var Dagbjört mjög góð sem og reynsluboltinn Svava sem var að leika sinn besta leik eftir langþráð meisli. Næsti leikur Hauka stelpna er á móti Leikni á Leiknisvelli á fimmtudaginn kemur kl. 20:00.