Sigur í seinni grannaslagnum

Meistaraflokkur karla mætti ÍH á Kaplakrikavelli fimmtudaginn 19. júní þetta var síðari leikur liðana í sumar en fyrri leikinn unnu Haukar á Ásvöllum 3 – 0. Fyrir leikinn var ÍH í 9. sæti en Haukar í því 1. en 14 stig skildu liðin af. Veður í firðinum var þokkalegt gola, okkur hiti og fullskýjað þó var engin rigning.

Byrjunarlið Hauka var þannig skipað að Amir var í markinu í vörninni voru Davíð E, Þórhallur Dan(fyrirliði), Jónas og Edilon. Á miðjunni voru Ásgeir Þór, Kristján Ómar, Goran og Árni og fyrir framan þá var Yared en í fremstu víglínu var Ómar Karl.

Leikurinn byrjaði eins og búist var við með því að Haukar voru mun betri og sóttu miklu meira þó áttu ÍH-menn nokkrar skyndisóknir. Pressa Haukanna bar árangur á 26. mínútu þegar boltinn fór í hönd eins ÍH-ings og dæmd var vítapyrna sem Kistján Ómar skoraði af öryggi úr. ÍH fékk hornspyrnu á 35. mínútu sem endaði með því að Haukar náðu boltanum og brunuðu upp í skyndisókn þar sem Ásgeir fékk boltann á hægri kantinn og hann gaf boltann fyrir á Ómar Karl sem lagði boltann út á Yared sem skoraði með laglegu skoti.

Seinni hálfleikur var öfugur miðað við fyrri hálfleik því í hálfleiknum sótti ÍH mun meira en þó juku Haukar forusstu sína en þá fengu Haukar aðra vítaspyrnu á 87. mínútu þegar brotið var á Ásgeiri og Davíð skoraði úr henni. 2 mínútum síðar fékk ÍH vít eftir að Amir hafði brotið á leikmanni ÍH en Halldór Fannar Haldórsson skoraði úr vítinu.

ÍH náði að minnka muninn enn frekar í uppbótartíma en þá kom hárboltin inn í teig eftir hornspyrnu, boltinn fór á kollinn á Inga Þór Arnarson sem skallaði yfir Amir í marki Hauka. Eftir markið náði Amir boltanum og fór að tefja og fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt en þegar Haukar tóku mijuna var flautað af.

Sigur Hauka staðreynd og halda þeir því efsta sæti deildarinnar en forussta þeir er ekki ljós því 10. umferðinni lýkur laugardaginn 21. júlí. Í rauninni var enginn leikmaður Hauka sem skar upp úr því flestir voru að spila mjög jafnt. Næsti leikur Hauka er á móti Völsungi föstudaginn 27. júlí á kl. 19:00 á Ásvöllum. Áfram Haukar!!!

Mynd: Haukar fagna marki Davíðs í seinni hálfleik.