Sigur í baráttuleik

Laugardaginn 27. maí síðastliðinn spilaði meistarflokkur karla sinn þriðja leik í 1. deild sumarið 2006. Leikurinn var leikinn á Ásvöllum á móti Þór frá Akureyri en þessi lið voru fyrir umferðina jöfn í neðstu sætunum með aðeins eitt stig eftir tvo leiki.

Lið Hauka var svoldið breytt frá síðasta leik. Edilon og Davíð Jóns voru ekki í hópnum en í þeirra stað komu þrí drengir úr öðrum flokki en þeir voru á bekknum því einnig voru breytingar á bekknum svo fengu Haukar mikinn liðstyrk því Ryan Mouter sem ætlaði að spila með Haukum í sumar flaug til landsis ti að spila þennan þýðingarmikla leik. Himar Trausti er ennþá meiddur og Ómar Karl sleit krossbönd um daginn og verður því ekkert með í sumar.

Byjunarlið Hauka var þannig að Amir var í markinu fyrir framann hann voru Davíð Ellerts, Óli Jón, Albert sem var einnig fyrirliði eins og vanalega og síðan Pétur Örn. Á miðjunni voru Ryan og Kristján Ómar, á köntunum voru Árni og Hilmar Geir. Í fremstu víglínu var Jónmundur en fyrir aftan hann en framan miðjuna var Guðjón sem kominn var úr banni.

Leikurinn byrjaði heldur vel fyrir Hauka og sóttu Haukar meira og á 8. mínútu fengu Haukar sitt fyrsta allminnilega færi þegar Kristján Ómar fékk boltann við markteigshornið eftir hornspyrnu hjá hægri en skot Kristjáns fór framhjá marki Þórsara. Hilmar Geir fékk síðan gott færi á 15. mínútu en hann fékk boltann innfyrir og tók boltann með sér inn í teig og skaut síðan í hliðarnetið.

Jónmundur átti góða tilraun á 28. mín en skot hans úr miðjum vítateignum fór framhjá. Ryan var síðan næstur til að reyna að skora á 34. mínútu en skot hans fór framhjá. Á sömu mínútu náðu Haukamenn upp aglæsilegu spili sem endaði með góðu skoti frá Guðjóni en Gunnar Líndal markvörður Þórsara varði vel en Gunnar varði oft og tíðum glæsileg í leiknum.

Á 40. mínútu átti Kristján Ómar skot af 40 metra færi en skotið fór framhjá. Mínútu seinna átti Guðjón skot rétt fyrir utan teig Þórsara en skotið fór framhjá. Það var lítið um tafir þannig að Eyjólfur M Kristinsson dómari leiksins flautað snemma til hálfleiks.

Seinni hálfleikur byrjaði rólega en ekkert markvert gerðist fyrr en á 56. mín en þá fengu Haukar hornspyrnu og úr henni átti Albert góðann skalla sem fór í einn Þórsara og önnur hornspyrna dæmd, aðra horspyrnuna tók Árni og kom langur bolti á fjærstöng og þar var Kristján Ómar einn á auðum sjó og setti boltann rakleitt í mark Þórsara og staðan orðin 1 – 0.

Haukar gerðu fyrstu breytinguna á liði sínu á 72. mínútu en þá kom Hilmar Rafn Emilsson inná fyrir Árna H. Hilmarsson en þetta var fyrsti leikur í sumar en hann er að stíga upp úr meiðslum. Strax tvem mínútum seinna fékk Guðjón boltann á vinstri kantinum og lék á einn Þórsara síðan skaut hann á markið en Gunnar Líndal í marki Þórsara og frákastinu náði Hilmar Rafn en Gunnar varði meistalega í stöng svo fengu Haukar aftur frákastið en þá náði Jónmundur boltanum og skaut að marki Þórsara en skot hans var ekki gott.

Önnur breyting var gerð á Haukaliðinu á 90. mínútu þá kom Garðar Geirsson inn fyrir Himar Geir. Stuttu síðar fékk Jón S. Jónsson Þórsari gott færi þegar hann fékk boltann rétt við mark Hauka beint á móti Amir en Jón skaut yfir mark Hauka á sömu mínútu gerðu Haukar sína síðustu breytingu á liði sínu en þá koma Viktor Ari Viktorsson inn á fyrir Guðjón Lýðsson.

Svo í miðjum uppbótartímanum vann Kristján Ómar boltann í vítateig Þórsara og sólaði einn Þórsara og skaut síðan en skotið fór yfir.

Eftir sex mínútna uppbótartíma flautaði Eyjólfur M Kristinsson dómari leiksins til leiksloka.

Þetta var mikill baráttusigur og þess vegna er ekki hægt að velja einn úr þanniga að ég vel bara liðsheildina.

Amir var traustur í markin og varði það sem verja þurfti fyrir framann hann var vörnin traust sér í lagi miðverðirnir tveir Óli Jón og Albert en eiginlega ekkert komst í gegnum þá tvo.

Kristján Ómar var með baráttuna í lagi eins og alltaf og barðist eins og ljón allan tíma og uppskar mark í byrjun fyrri hálfleiks en Kristján hefði getað sett fleiri. Með tilkomu Ryans inn á miðjuna færðist meiri grimmd og hungur í liðið því Ryan er mjög mikill liðstyrkur fyrir Hauka ef hann getur spilað fleiri leiki því hann leggur sig öftast allan fram í leikinn.

Kantmennirnir voru frískir og áttu nokkra góða spretti sem og Guðjón sem var fyrir aftan Jónmund en Guðjón átti nikkar góðar rispur þess á milli var hann heldur týndur. Jónmundur hefur átt betri leiki en hann sýndi í þessum leik en hann átti þó nokkur hálffæri.

Varamennirnir voru ágætir. Með tilkomu Hilmars Rafns í sóknina kom allt önnur vídd í sóknarleikinn því hann og Jónmundur eru öðruvísi leikmenn en sem sagt Hilmar var góður í þessar fáu mínútur sem hann fékk að spreyta sig.

Hinir varamennirnir þeir Garðar og Viktor komust ágætlega frá þessum fyrsta leik þeirra í meistaraflokki þó reyndi lítið á þá.

Næsti leikur Haukar er í bikarnum á móti Drangi á Ásvöllum miðvikudaginn 31. maí en næsti leikur í deildinn er á móti HK á Kópavogsvelli þriðjudaginn 6. júní og hvet ég sem flesta að láta sjá sig á þessum leikjum og styja Hauka til sigurs.