Sigur á morgun, annað er viðbjóður- Kári

Á morgun, 30.mars, Haukar – Valur í N1-deild karla, klukkan 16:00 .
Í vikunni var ítarleg umfjöllun um leikinn og viðtöl við leikmenn meistaraflokks Hauka og einnig spáði Elvar Geir Magnússon, blaðamaður á Vísi.is um úrslit í umferðinni sem hófst í dag með stórsigri ÍBV á Frömurum í Safamýrinni.

Ef þú hafðir ekki tíma í að skoða umfjöllunina sem var í vikunni, þá eru hér punktar sem stóðu uppúr.

  • Leikurinn á morgun, verður sjötti leikur þessara liða á tímabilinu. Haukar hafa sigrað tvo, Valsmenn tvo og einn leikur hefur lyktað með jafntefli.
  • Eins og flest allir þeir sem mætt hafa á leiki Hauka á undanförnu hafa séð að Kári er kominn með nýtt númer, 46 „ Þetta er happatala fjölskyldunnar og ég sá mér leik á borði eftir að fjarkinn rifnaði að smella henni á út tímabilið, svo er bara að sjá hversu mikil happatala þetta er í rauninni “ , sagði Kári aðspurður um númerið.
  • Kári Kristján sagði „það þarf ekkert að mótivera okkur neitt sérstaklega mikið svo að við gefum allt okkar í leikinn , sem mun skila okkur sigri “
  • Arnar Jón sagði „Stemmingin er alveg ótrúleg, einbeitningin skín úr hverju andliti menn eru virkilega tilbúnir í leikinn “
  • Og hann hélt áfram „[…]þeir (Valsmenn) hafa verið mikið að bulla eitthvað í fjölmiðlum um hversu “ótrúlegt” það er að við séum efstir, hvernig getum við verið að vinna þessa leiki með þennan mannskap og að Aron sé með alla dómarana í vasanum og svona helvítis bull, þessi leikur er persónulegur og hann mun vinnast “
  • Magnús Sigmunds, lofaði góðri markvörslu á morgun „[…] einnig þarf markvarslan að vera betri en í síðasta leik og hún verður það , það get ég staðfest. “
  • Kári Kristján, var tekinn í örstutt viðtal & lét frá sér nokkur vel valin orð „Það er nú ekkert flóknara en það að við erum að fara að vinna þennan leik á sunnudaginn, annað er bara viðbjóður“ – Heyriði það, annað er bara viðbjóður. Ef Haukar sigra ekki, þá er það bara viðbjóður.
  • Kári sagði einnig að leikmennirnir væru búnir að æfa skemmtileg fögn „„ Við erum búnir að fara vel yfir fögnin og það munu koma skemmtileg tilþrif sem munu gleðja áhorfendur á sunnudaginn. Þetta verður skemmtilegur leikur fyrir áhorfendurna,  það er deginum ljósara “
  • Elvar Geir spáði Haukum sigri „ Ég spái því að Aron Kristjánsson minni leikmenn sína vel á leik þessara liða á Hlíðarenda fyrr á árinu. Það muni skila sér og einbeittir Haukar í hefndarhug fái bæði stigin úr leiknum. “
  • En passið ykkur að vera ekkert að velta ykkur of mikið í orðum Elvars, en hann einmitt spáði Frömurum stórsigri í dag en annað kom á daginn. „Framarar taka þetta örugglega með um tíu marka mun.[…] Eyjamenn tóku smá dauðakippi í seinasta mánuði en hafa lagt árar í bát “

Með sigri á morgun, munu Haukar komast í 36 stig, eða átta stiga forskot á næsta lið, væri það ekki ljúft ?  – Verið með í stemmingunni á morgun og fjölmennið á völlinn.

ALLIR Á VÖLLINN Á MORGUN, 16:00       
 ÁFRAM HAUKAR !

    – Arnar Daði Arnarsson