Sigur á heimavelli gegn KA

Haukar

Haukar báru sigur úr bítum gegn KA á Ásvöllum í gærkvöldi, 4-2 eftir að hafa verið marki undir í hálfeik 0-1. Haukarnir mættu hinsvegar grimmir til leiks í seinni hálfleik og breyttu gangi leiksins og uppskáru fjögur mörk. Fjórði sigurleikur Hauka á tímabilinu og 2.sætið er Haukana í bili.

Mörk Hauka skoruðu þeir, Andri Steinn Birgisson, Hilmar Trausti Arnarsson og Hafsteinn Briem tvö. Mörk KA skoruðu Haukarnir, Hafþór Þrastarson og Hilmar Trausti Arnarsson.

Næstu tveir leikir Hauka eru á útivelli, fyrst gegn Víking R. 22.júní og síðan gegn Leikni R. 27.júní. Tveir gríðarlega erfiðir og mikilvægir útileikir framundan.

 Fyrsta mark kvöldsins kom eftir aukaspyrnu frá besta leikmanna KA, Hallgrími Mar Steingrímssyni. Hafþór Þrastarson flikkaði boltanum í eigið net í mikill þvögu inn í teig Hauka. 

Andri Steinn Birgisson sem var að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Hauka í sumar átti skömmu síðar skalla í slá eftir fyrirgjöf frá Hilmari Trausta. Færin voru ekki mörg í fyrri hálfleik en Hallgrímur Mar átti stangarskot fyrir KA og stuttu síðar var Brian Gilmour óheppinn að bæta ekki við öðru marki.

Staðan eins og fyrr segir, 0-1 fyrir KA í hálfleik eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik. Haukarnir komust aldrei í takt við leikinn í fyrri hálfleik. Langar og háar sendingar upp völlinn skiluðu engu enda KA líklega með stærsta miðvarðarpar landsins með þá Atla Svein og Ivan Dragicevic í hjarta varnarinnar. 

KA menn leggja mikið uppúr föstu leikatriðum, bæði aukaspyrnum og innköstum og átti hægri bakvörðurinn, Ómar Friðriksson hátt í tug inkasta í fyrri hálfleik sem skiluðu reyndar ekki miklu.

Seinni hálfleikurinn var fjörugur í meira lagi. Haukarnir byrjuðu af miklum krafti á meðan sofandaháttur var á leik KA-manna. Haukarnir uppskáru loks mark á 56.mínútu. 

Hafsteinn Briem var þar að verki með skalla, eftir góða aukaspyrnu frá Hilmari Trausta. Sandor Matus kom út í teiginn, greip í tómt og eina sem Hafsteinn þurfti að gera, var að stýra boltanum í netið. 

Sex mínútum síðar kom Andri Steinn Haukum síðan yfir, með þrumufleyg með vinstri fyrir utan teig. Óverjandi fyrir Sandor í marki KA.  Haukar komnir yfir, eitthvað sem var ekki í spilunum í hálfleik. KA menn geta hinsvegar sjálfum sér um kennt fyrir að hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik.

Hallgrímur Mar var reyndar enn með lífsmarki og átti hann stangarskot í sókninni áður en Andri Steinn kom Haukum yfir. Hann átti síðan stóran þátt í jöfnunarmarki KA á 72.mínútu. Þar tók hann bæði Magnús Pál og Guðmund Sævarsson á, skaut að marki, í stöngina og út fyrir boltinn, beint í Hilmar Trausta varnarmann Hauka og í netið. Loks skilaði þessi stangarskot Hallgrími einhverju fyrir KA. 

Eftir þetta jöfnunarmark jafnaðist leikurinn en bæði lið sóttu ákaft og ljóst var að leikurinn myndi ekki enda með jafntefli. Haukarnir reyndust sterkari á loka kaflanum. Guðmundur Sævarsson krækti sér í víti á 82.mínútu er varamaðurinn, Kristján Freyr Óðinsson sýndi klaufalegan varnarleik og að samaskapi nýtti Guðmundur alla sína reynslu.

Fyrirliðinn, Hilmar Trausti Arnarsson fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hafsteinn Briem gull tryggði síðan sigurinn fyrir Hauka í uppbótartíma eftir laglegan undirbúning frá Brynjari Benediktssyni og Ásgeiri Þór Ingólfssyni. Hafsteinn hitti boltann vel og boltinn söng í netinu.

4-2 sigur Hauka staðreynd og með sigrinum fóru þeir upp í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Grindavík. Næsti leikur Hauka er útileikur gegn Víking R. 22.júní klukkan 14:00. Þangað fjölmenna Haukarar!