Selfoss – Haukar í kvöld

HaukarÞriðja umferðin í 1.deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Þar eigast til að mynda Selfoss og Haukar við í hörkuleik sem fram fer á Selfossi. Leikurinn hefst klukkan 19:15. 

Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað öðrum og eru því bæði með þrjú stig í deildinni.  Haukaliðið sigruðu Þróttara á útivelli 2-1 í fyrstu umferð en biðu síðan lægri hlut gegn Grindavík í síðustu umferð 0-1 á heimavelli.

Selfyssingar töpuðu hinsvegar í fyrstu umferð gegn KA á heimavelli 0-1 en unnu Víking Reykjavík 2-1 í Víkinni í síðustu umferð.

Haukar og Selfoss eru því með alveg eins markatölu og búast má við hörkuleik á Selfossi í kvöld. 

Enn eru smávægileg meiðsli í hóp Hauka. Sigurbjörn Örn Hreiðarson og Andri Steinn Birgisson hafa verið frá síðustu daga og vikur. Úlfar Hrafn Pálsson er síðan einnig slæmur aftan í læri eftir leikinn gegn Grindavík. 

Góðu fréttirnir eru reyndar þær að Hilmar Rafn Emilsson er klár í slaginn fyrir morgundaginn og aldrei að vita nema hann byrji inn á og setji sitt fyrsta mark í sumar. Einnig koma Haukamennirnir, Guðmundur Sævarsson og Helgi Valur Pálsson inn í hópinn. Guðmundur var með í fyrsta leiknum en hvíldi síðan í deild og bikar.

Helgi Valur hefur hinsvegar verið mikið meiddur frá því að hann gekk til liðs við Hauka í vetur og gekk til að mynda undir hnífinn í vetur. Hann er hinsvegar allur að koma til og verður spennandi að sjá hann í Haukatreyjunni í sumar, en þarna er á ferð virkilega efnilegur bakvörður sem stóð sig með prýði í 1.deildinni í fyrra með BÍ/Bolungarvík. 

Við hvetjum að sjálfsögðu Haukafólk að fjölmenna á Selfoss á morgun og styðja við bakið á strákunum. Við vitum öll hvert markmið sumarsins er og hjálpum strákunum og tökum þátt í því ævintýri.

Áfram Haukar!