Sauðárkrókur-Króksmót

Króksmót 2005

Kæru foreldrar,

Verið er að kanna áhuga á að fara með Hauka-strákana í 6. flokki og eldra ári í 7. flokki (fæddir “95, “96” og “97) á Króksmótið 2005 sem er haldið á Sauðárkróki dagana 12.-14. ágúst 2005.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi: sjá nánar á (http://www.skagafjordur.com/kroksmot)

Föstudagur 12. ágúst

Mæting fyrir klukkan 20:00 í Árskóla, Sauðárkróki

Laugardagur 13. ágúst

Kl 9:00 Setningarathöfn

Kl 10:00 Leikir hefjast.

Kl. 12:00 Hádegisverður, grillað.

Kl. 17:00 Leikjum dagsins lýkur.

Kl. 19:30 Kvöldverður og svo kvöldvaka kl: 20:30

Sunnudagur 14. ágúst

Kl. 9:00 Leikir hefjast á ný.

Kl. 11:30 – 13:30 Hádegisverður.

Kl. 16:00 Leikjum dagsins lýkur. Verðlaunaafhending og mótinu slitið.

Kostnaður fyrir hvern dreng er kr 7.000 og innifalið í því er fullt fæði, gisting (í skóla) og sund. Einnig eru frí tjaldsvæði fyrir foreldra á meðan mótið stendur yfir. Ekki verður farið með rútu til Sauðárkróks og eru foreldrar ábyrgir fyrir að koma strákunum á staðinn og heim aftur.

Ef áhugi er á að taka þátt í þessu móti er nauðsynlegt að fá staðfestingu fyrir miðvikudaginn 3. ágúst. Greiða þarf mótsgjaldið fyrir 5. ágúst.

Mikilvægt er að heyra frá ykkur öllum því við förum aðeins ef næg þátttaka er fyrir hendi.

Einnig væri gott að heyra ef þið væruð til í að vera fararstjórar í slíkri ferð (frítt fæði og gisting).

Með kærri kveðju fyrir hönd foreldrastjórnar 6. flokks

7 flokkur

Jón Björn (skulason@newenergy.is) og Gréta (gretag@internet.is)

6 flokkur

Dísa (disam@somi.is) og Sigga (byggjandi@internet.is)

Þjálfari:

Óli 694-3073 oliodds@simnet.is