Samstarf Hauka og Halldórs Harra heldur áfram, skrifað undir í dag

Harri að leggja línurnar í leik hjá mfl. kvennaHandknattleiksdeild Hauka og Halldór Harri Kristjánsson, yfirleitt kallaður Harri, hafa framlengt samning sín á milli um að Harri muni áfram þjálfa meistarflokk kvenna hjá félaginu til vors 2016.
Harri kom til félagsins fyrir tæpum 3 árum og tók við sem þjálfari unglingaflokks kvenna. Undir hans stjórn unnu stelpurnar í unglingaflokki alla  titla sem í boði voru það árið. Ári síðar tók hann að sér mikið uppbyggingarstarf sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna og hefur sú vinna verið að bera góðan ávöxt og eru Haukar mjög sáttir við þróun þessarar vinnu.

Næsta stóra verkefnið verður á morgun, fimmtudag, í Coca Cola bikarnum en þar munu Haukar etja kappi við þrautreynt lið Vals og hefst leikurinn kl. 20:00. Haukastelpur unnu síðasta leik þessara liða í Valsheimilinu og vonandi ná þær að fylgja þeim góða sigri eftir á morgun. Þess má einnig geta að stelpurnar hafa unnið sjö af síðust áttta viðureignum og gert eitt jafntefli og eru því til alls líklegar.

Áfram Haukar!