ÖLL STIGIN TIL HAUKA UM HELGINA

Helgin gekk vel hjá handboltanum en þrír leikir voru á dagskrá. Á föstudagskvöldið léku Haukar-U gegn Val-U í Grill66-deildinni á Ásvöllum og unnu okkar menn sannfærandi sigur, 26-21, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik,  11-9.

Mörk Hauka U.: Róbert Snær Örvarssson 8, Össur Haraldsson 4, Þórarinn Þórarinsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Jakob Aronsson 2, Birkir Snær Steinarsson 2, Sigurður Jónsson 2, Jón Brynjar Kjartansson 1, Lárus Þór Björgvinsson 1.

Á laugardeginum fékk meistaraflokkur kvenna lið Aftureldingar í heimsókn á Ásvelli og endaði sá leikur 29-21 fyrir haukastelpum eftir frábæran seinni hálfleik. Lið Aftureldingingar var þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15, en með góðri vörn og markvörslu náðu okkar könur að skora 17 mörk gegn 6 í seinni hálfleik. Stelpurnar eru enn án taps í deildinni eftir fjórar umferðir og sitja í 4. sæti.

Mörk Hauka: Sara Odden 6 (+ 5 sköpuð færi), Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Berta Rut Harðardóttir 4/3, Rakel Sigurðardóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2 (+8 sköpuð færi), Berglind Benediktsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen16, 44,4% – Margrét Einarsdóttir 5, 83,3%.

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Síðasti haukaleikur helgarinnar fór fram í Herz Höllinni en þar léku lið meistaraflokks karla og Gróttu. Okkar menn sigldu frammúr í seinni hálfleik og voru með þriggja til fimm marka forskot lengst af, lokatölur 32-25. Haukar er þar með komnir upp í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki.

Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 8/5, Darri Aronsson 7, Heimir Óli Heimisson 5, Þráinn Orri Jónsson 3, Geir Guðmundsson 3 (+3 sköpuð færi), Tjörvi Þorgeirsson 2 (+5 sköpuð færi), Atli Már Báruson 2 (+3 sköpuð færi), Halldór Ingi Jónasson 2. Adam var með 3 sköpuð færi.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 5, 33,3% – Stefán Huldar Stefánsson 3, 16,7%.