Okkar lið á Reykjavik Open

Í dag hefja bæði U liðið og stelpurnar okkar leik á Reykjavik Open. Báðir flokkarnir leika sína fyrstu leiki undir stjórn nýrra þjálfara. Einar Jónsson er nýr þjálfari strákanna og Díana Guðjónsdóttir er ný þjálfari stelpnanna.

Strákarnir í U liðinu hefja leik í Austurbergi klukkan 19:00 þegar þeir leika gegn HK 1. Klukkan 21:00 leika þeir svo gegn ÍR 2. Riðillinn þeirra klárast svo á morgun þegar þeir leika gegn FH klukkan 10:00 og Akureyri klukkan 12:00. Leikið verður svo um sæti eftir hádegi, 3. sæti klukkan 16:00 og 1. sæti klukkan 18:00.

Stelpurnar hefja leik í Víkinni í dag. Eins og fram hefur komið verður aðeins einn riðill hjá þeim og því verður sigurvegari riðilsins Reykjavik Open meistari 2007. Fyrsti leikur stelpnanna er klukkan 18:00 þegar þær leika gegn Fylki. Þær leika svo síðari leik sinn í kvöld klukkan 21:00 þegar þær mæta Val. Riðillinn klárst svo eins og hjá strákunum á morgun en þá byrja stelpurnar okkar klukkan gegn Fram klukkan 10:00 og Stjörnunni klukkan 12:00.

Á sunnudaginn leika svo stelpurnar í meistarakeppni HSÍ. Þá fara þær í heimsókn í Ásgarðinn og leika gegn Stjörnustelpum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og kostar 500 krónur inn á leikinn, en miðinn gildir einnig á leik í meistarakeppni karla þegar Valur og Stjarnan mætast einnig í Ásgarði klukkan 20:00. Þessir tveir leikir verða kveðjuleiki Stjörnumanna í Ásgarði en þeir hafa ákveðið að leika í Mýrinni í vetur. Við hvetjum fólk til að mæta á leikina og styðja stelpurnar okkar til sigurs en þær eru núverandi handhafar meistarabikars HSÍ.

ÁFRAM HAUKAR!!