Nýr formaður kjörinn í Körfuknattleiksdeildinni

Haukar

Haldinn var í gær mánudag 4.maí fjölmennur framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar en um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum var kosinn ný stjórn og var Samúel Guðmundsson kjörinn formaður deildarinnar með dynjandi lófaklappi fundarmanna. Þá var kjörinn 15 manna hópur fólks sem starfa mun í stjórn og ráðum deildarinnar, eftirtaldir voru kjörnir  til starfa í stjórn og ráðum deildarinnar:

 

Gerður Guðjónsdóttir
Emil Örn Sigurðarson
Reynir Kristjánsson
Gunnar Stefánsson
Nanna Lovísa Zophoníasdóttir
Arnar Freyr Magnússon
Sara Pálmadóttir
Sigurður Guðmundsson
Sturla Jónsson
Björn Guðmundsson
Baldur Óli Sigurðsson
Þröstur Kristinsson
Jón Hákon Hjaltalín
Steingrímur Bjarnason
Magnús Óskarsson
Brynjar Steingrímsson

Ný stjórn tók að loknum fund strax til starfa og hóf að skipta með sér verkum en ákveðið er að stofna 3 ráð þ.e. meistaraflokksráð karla og kvenna ásamt barna- og unglingaráð.

Að lokinni kosningu hélt nýkjörinn formaður ræðu þar sem m.a. kom fram þakklæti til þeirra stjórnarmann sem ákveðið hafa að taka sér frí frá störfum fyrir þeirra mikla og óeigingjarna starf á liðnum árum. Sérstaklega var Sverri Hjörleifssyni fráfarandi formanni sem unnið hefur gríðarmikið starf á undanförnum 20 árum þökkuð ómetanlegt og farsæl störf fyrir deildina.

Þá kom fram í ræðu nýs formanns að fljótlega verður gengið frá ráðningu meistaraflokksþjálfara fyrir deildina og þar á eftir ráðnir þjálfarar allra yngri flokka félagsins. Markmið nýrrar stjórnar fyrir komandi keppnistímabil eru skýr en þau eru:

·         Að fylgja eftir frábærum árangri meistaraflokkskvenna og halda honum áfram í keppni um Íslandsmeistaratitil.

·         Koma meistaraflokki karla í efstu deild, það er í þá deild sem hann á heima.

·         Efla enn frekar yngriflokkastarfið

Í lok fundar spunnust umræður í framhaldi af ræðu formans um að skapa jákvæðara og enn betra félagslegt umhverfi í deildinni.