Nóg að gera hjá handboltamönnum!

HaukarÞað er ansi þéttur pakki í handboltanum næstu vikuna en þá spilar meistaraflokkur karla hvorki fleiri né færri en þrjá leiki í deild og bikar.

Gamanið hefst í kvöld, þegar okkar drengir halda upp í Kópavog og mæta þar heimamönnum í HK í Digranesinu kl.19:30. HK er einmitt eina liðið sem hefur tekið stig af okkur Haukum í vetur og þeir slógu okkar menn út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili þannig að Haukar eiga heldur betur harma að hefna.

Næst komandi mánudag, 3.des, eiga strákarnir svo leik í Símabikarnum uppi á Seltjarnarnesi þegar þeir mæta Gróttu í Hertz-höll þeirra Gróttumanna kl.19:30.

Loks á fimmtudag (eftir viku), 6.des eiga strákarnir heimaleik við Aftureldingu í N1-deildinni. Sá leikur er okkar síðasti heimaleikur á þessu ári og hefst hann eins og flestir aðrir handbolaleikir kl.19:30 á Ásvöllum.