Næstu leikir hjá handboltanum

Eins og flest allir handbolta áhugamenn vita af, er handboltinn á Íslandi farinn á fullt og nóg verður að gera í vetur og hvað þá á næstu dögum.

Næsti leikur Hauka er á miðvikudaginn þegar meistaraflokkur karla mætir HK í Digranesi, en leikurinn hefst klukkan 19:30. Haukaliðið er efst í deildinni með fjögur stig en HK eru í 4.sæti með tvö stig. Leikir þessara liða er oftast en ekki spennandi frá fyrstu mínútu og ekki er búist við öðru en góðum leik á miðvikudaginn.

Næst er svo komið á unglingaliðinu, Haukar U en þeir heimsækja efsta liði 1.deildar, ÍR á föstudaginn í Austurbergi. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Haukaliðið hefur byrjað móti nokkuð vel og voru óheppnir í síðasta leik að fara ekki með sigur af hólmi gegn sterku liði Gróttu.

Meistaraflokkur kvenna leikur síðan á laugardaginn gegn HK í Digranesi klukkan 16:00. Bæði lið eru með tvö stig. HK stelpurnar sigruðu fyrsta leikinn í deildinni gegn Fram en töpuðu hinsvegar gegn FH með einu marki í síðustu umferð og mæta því að öllum líkindum brjálaðar til leiks og því búist við hörku leik.

Stærsti leikurinn í vikunni er síðan á sunnudaginn þegar meistaraflokkur karla leikur sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í vetur, þegar þeir taka á móti ZTR Zaporozhye frá Úkraníu. Meira verður fjallað um þann leik á næstu dögum, en þetta er leikur sem enginn Haukamaður og áhugamaður um handbolta ætti að láta framhjá sér fara.