Nánari upplýsingar um Blönduósmót

Eftirfarandi skilaboð voru að berast að norðan:

Vinsamlega athugið að tímasetningar gætu breyst.

DAGSKRÁ.

Matur er framreiddur í félagsheimilinu sem er staðsett við hliðina á vellinum, gengið inn að framan.

Laugardagurinn 24 júní

07:00-09:00 Morgunverður.

08:45 Setning Mótsins á íþróttavellinum.

09:00-19:00 Leikir skv. Leikjatöflu.

12:00-14:00 Hádegismatur

17:00-20:00 Kvöldverður

18:30 BÍÓ (7. og 6. flokkur)

20:30 BÍÓ (5. og 4. flokkur)

21:30 Fararstjórafundur í Félagsheimilinu.

Sunnudagurinn 25. júní

07:00-09:30 Morgunverður.

08:30-15:00 Leikir skv. Leikjatöflu.

12:30-13:30 Vallarnesti. (Forráðamenn hvers liðs sæki í bakdyr félagsheimilis)

15:00-15:30 Áætluð mótslok.

Verðlaunaafhending og grillveisla verður í mótslok.

Hagnýtar upplýsingar

Smábæjarleikar KB banka á Blönduósi 2006

Gisting.

Þátttakendur munu gista í skólastofum í Grunnskólanum á Blönduósi, í Sjálfstæðishúsinu við Húnabraut og félagsmiðstöðinni Skjólinu.

Sölutjald er á vallarsvæðinu og eru í boði veitingar á vægu verði.

Bíósýning er í bíósal í félagsheimilinu, og verður tímasetning hjá þjálfurum liða, en geta má þess að það verða tvær sýningar, ein fyrir yngri og ein fyrir eldri.

Miðstöð mótsins.

Miðstöð mótsins verður í vallarhúsinu á aðalvellinum.

Bað og sturtuaðstaða er fyrir þátttakendur á leikunum í Íþróttamiðstöðinni.

Knattspyrnuvellir.

Leikið verður á sjö völlum á leikunum, aðalvelli og æfingasvæði.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði er í Brautarhvamminum, sem er aðaltjaldsvæði bæjarins. (er vel merkt)

Verslun og þjónusta.

Bakaríið Krútt er staðsett milli íþróttamiðstöðvarinnar og vallarsvæðissins (í sama húsi og Samkaup) og þar verður opið alla helgina. Ýmis tilboð verða í gangi.

Við Ábakkann – kaffihús – matsölustaður er í bláa húsinu í miðjum bænum fyrir neðan íþróttamiðstöðina.

Skálinn (Esso) matsölustaður – sjoppa – harðbúð, er við Norðurlandsveg á leið út úr bænum til Akureyrar og er opið 8:00-23:30 alla daga.

Samkaup – matvöruverslun, er opin sem hér segir, Föstudag 9:00-19:00, laugardag 10:00 – 18:00 og sunnudag 13:00-17:00.

Hraðbanki er í anddyri KB Banka á Húnabrautinni.