Mikilvægur sigur

Meistarflokkur kvenna spilaði leik í 1. deild Íslandsmóts kvenna fimmtudaginn 28. júní á móti Leikni R á Leiknisvelli. Fyrir leikninn voru liðin í 6. og 7. sæti með 6 og 3 stig þar sem Haukar voru ofar. Fyrir leikinn hafði Haukaliðið fengið sterkan liðstyrk þar sem landsliðskonan í handbolta og Haukamaðurinn Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafði byrjað að æfa með liðinu. En Hanna var á sínum yngri árum í yngri landsliðum kvenna í knattpyrnu.

Byrjunarliðið var þannig að var Þuríður Sif Ævarsdóttir, í vörninni voru Saga K. Finnbogadóttir(fyrirliði), Eva Dröfn Ólafsdóttir, Aðalheiður Sigfúsdóttir og Aðalheiður Rán Þrastardóttir. Á miðjunni voru Dagbjört Agnarsdóttir, Sara Rakel Hlynsdóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Björk Gunnarsdóttir síðan í fremstu víglínu voru Svava Björnsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Leikurinn einkenndist nokkuð af því að Haukar sóttu og sóttu og Leiknins konur beittu skyndisóknum. Í fyrri hálfleik sóttu Haukar mun meira og sköpuðu sér nokkur dauðafæri á þess þó að skora. Það hafðist síðan undir lok hálfleiksins en þá fékk Sara Björk boltann á hægri kantinum og gaf góðan bolta fyrir sem Svava lét fara og þá barst boltinn til Söru Rakelar sem náði að koma boltanum undir markmann Leiknis og í netið.

Í seinni hálfeil var það sama uppi á teningnum en þá sóttu Haukar mikið en Leiknis stelpur komust vart inn í teig Hauka. Þegar það voru rúmlega 10 mínútur búnar af fyrri hálfeik fékk Sara Björk sendingu innfyrir þar sem hún lék á markmann Leiknis og skoraði í autt markið. Stuttu síðar átti Sara Björk sendingu innfyrir á Söru Rakel sem sólaði eina Leiknis stelpu og skaut síðan yfir markmann Leiknis.

Þessi leikur var einstefna allan tíman og náðu Leiknis stelpur vart allmennilegu skoti á mark Hauka en höfðu Aðalheiður Sigfúsdóttir og Eva Dröfn miðverðir Hauka sem og Þuríður Sif markmaður Hauka mjög lítið að gera í leiknum. Bestar á vellinum voru Sara Björk og Sara Rakel sem og Hanna sem var mjög sterk á miðjunni.Eftir leikinn eru Haukar í 5. sæti deildarinnar með 9 stig jafnmörg og FH sem er í 4. sæti. Næsti leikur er á móti GRV þann 8. júlí á Ásvöllum kl. 17:00. Áfram Haukar!!!

Þess má geta að Sara Björk Gunnarsdóttir er nú markahæðst í deildinni með 6 mörk marki meira en næsta manneskja. Núna á morgun er Sara Björk að fara ásamt stelpunum í U17 ára landsliðinu til Noregs þar sem þær munu taka þátt í Norðurlandamóti í þessum aldursflokki. Við óskum Söru Björk innilega til hamingju með valið og vonum að henni gangi vel úti.

Mikilvægur sigur

Meistaraflokkur kvenna lék sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni 2007 laugardaginn 9. júní, veður var mjög gott og aðstæður góðar til knattspyrnuiðkunar. Fyrir leikinn hafði Hauka liðið tapað báðum sínum leikjum en FH unnið tvo og tapað einum. Fyrir um viku mættust liðin á Ásvöllum í leik í Visa – bikar kvenna þá höfðu FH stúlkur betur 4 – 0 og höfðu Hauka stúlkur því að hefna fyrir því tapi.

Byrjunarlið Hauka var þannig að í markinu var Þuríður Sif Ævarsdóttir, í vörninni voru Saga K. Finnbogadóttir(fyrirliði), Eva Dröfn Ólafsdóttir, Aðalheiður Sigfúsdóttir og Björk Gunnarsdóttir. Á miðjunni voru Dagbjört Agnarsdóttir, Eva Jenný Þorsteinsdóttir, Ellen Þóra Blöndal og Hanna María Heiðarsdóttir og í fremstu víglínu voru Sara Björk Gunnarsdóttir og Svava Björnsdóttir.

Í byrjun voru Haukar nokkru betri og sköpuðu sér hættulegri sóknir og í einni slíkri átti Dagbjört góða stungusendingu innfyrir á Söru Björk og lyfti hún boltanum yfir Ionu Sjöfn Huntingdon-Williams markmann FH sem kom út á móti og staðan orðin 1 – 0. Sara Björk komst upp að endamörkum á 22. mínútu og átti góða fyrirgjöf á Svövu sem hitti ekki boltann vel þegar hún var ein á móti Ionu Sjöfn markmann FH.

Valgerður Björnsdóttir leikmaður FH komst ein innfyrir á 33. mínútu en Þuríður Sif markmaður Hauka varði vel í tvígang. Stuttu síðar gerðist hræðilegt stvik þegar tvær FH stúlkur þurftu að yfirgefa svæðið í sjúkrabílum vegna höfðuhögga. Tvem mínútum fyrir leikslok náðu FH að jafna en þá komst Linda Björvinsdóttir ein innfyrir og skaut laglega yfir Þuríði Sif markmann Hauka.

Seinni hálfleikur var vart byrjaður þegar Haukar bættu við marki en þar var að verki Sara Björk en hún skoraði af öryggi eftir að hafa fengið stungusendingu frá Svövu á 48. mínútu. Sara Björk átti glæsilegan sprett upp vinstri kantinn á 68. mínútu svo gaf hún boltann fyrir á Svövu sem skorðai í autt markið og staðan orðin 3 – 1. Dagbjört átti aðra stungusendingu á Söru Björk og innsiglaði hún þrennuna og sigur Hauka 4 – 1 með því að skora af öryggi.

Þetta var mjög sanngjarn og öruggur Hauka sigur en hann var mikilvægur fyrir móralinn í liðinu. Það er erfitt að velja mann leiksins því það koma margar til greina og ætla ég því að velja allt Hauka liðið sem stóðsig mjög vel í leiknum sem ein heild. Næsti leikur Hauka stelpna er mánudaginn 18. júní kl. 20:00 á Vikingsvelli. Áfram Haukar!!!