Metþátttaka á golfmót Hauka

golfmot haukaMetþátttaka á Golfmóti Hauka…

sem haldið var á Keilisvelli á föstudaginn –  132 keppendur tóku þátt. Mótinu lauk með verðlaunaafhendinu um kvöldið þar sem glæsileg verðlaun voru afhent. Rauða jakkann hlaut í annað sinn  Kjartan Þór Ólafsson  hann fékk 38 punkta. Gula boltann hlaut Guðmundur Friðrik Sigurðsson á 36 punktum og  Haukabikarinn sem keppt var um í fyrsta skipti  hlaut Sigurþór Jónsson á 74 höggum.

Á myndinni til vinstri: Ingimar Haraldsson ritari mótanefndar,  Kjartan Þór Ólafsson, Sigurþór Jónsson, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Jakobína Cronin  og Guðmundur Haraldsson formaður mótanefndar.