Meistaraslagur í kvöld

Guðrún er ein reynslumesti leikmaður HaukaBikarmeistarar Hauka fá Íslandsmeistarana úr Hólminum í heimsókn í kvöld kl. 19:15 í Dominos deild kvenna. Liðin sitja á toppi deildarinnar og því má búast við hörku leik tveggja góðra liða.

Haukastúlkur hafa unnið síðustu sex leiki en lágu á útivelli á móti Snæfell í fyrstu umferð. Bæði lið eru með 6 sigra og sitja á toppi deildarinn með Keflavík og þvi ljóst að fækka mun um allavega eitt lið á toppi deildarinn eftir leiki kvöldsins.

Leikur Haukanna hefur verið dálítið upp og niður en hafa yfirleitt spilað sína bestu leiki á móti sterkari liðum deildarinnar en hafa svo átt í vandræðum með þau veikari. Þær hafa þó sýnt mikinn styrk og unnið tvo leiki eftir framlengingu og verið sterkar í fjórða leikhluta.

 

Lele Hardy hefur verið að spila einstaklega vel og hefur yfirleitt alltaf náð tvennunni og daðrað við þrennuna í flestum leikjum. Lele hefur stjórnað leik liðsins af mikilli festu og það má búast við henni og liðinu ákveðnu í kvöld þar sem stelpurnar eru ákveðnar í því að halda toppsætinu og einnig taplausum heimavelli.

 

Við hvetjum allt Haukafólk að mæta á leikinn og styðja stelpurnar í baráttunni.