Meistarar meistaranna….

Á morgun laugardaginn 29. september er leikur milli núverandi meistara í 2. deild 2007(Haukar) og þeirra meistara (dverga) sem unnu 3. og 2. deildina árin 2000 og 2001. Leikurinn hefst kl: 16:00 og verður spilað á grasvellinum á Ásvöllum.

Menn, dvergar og tröll fjölmennið og hvetjið ykkar lið.

Um kvöldið ætla menn svo að fjölmenna á ballið.

Meistarar Meistaranna

Fyrsti bikar tímabilsins kom í hús þegar strákarnir unnu HK í leik um titilinn Meistari Meistaranna á Ásvöllum í kvöld. Lauk leiknum með sigri Hauka 29-23. Strákarnir leiddu allan leikinn, byrjuðu vel, 4-1 en gestirnir jöfnuðu fljótlega 4-4 og var það eina skiptið sem jafnt var. Haukarnir náðu strax aftur góðu forskoti 10-6 og í hálfleik var staðan 16-10. Mestur var munurinn átta mörk. Sigurinn öruggur og “dollan” á loft.
Markahæstur var Dalius með 6 mörk. Ásgeir Örn var með 5 mörk, Halldór, Robertas og Þorkell með 4 hver, Andri og Jón Karl 2 hvor, Matthías og Vignir 1 hvor.

Til hamingju Meistarar Meistaranna.

P.S.
Myndin er fengin að láni frá mbl.is