Meistaraflokkur kvenna fær liðstyrk

Í vikunni skrifuðu tveir leikmenn undir samning við Hauka. Um er að ræða markmanninn Heiðu Ingólfsdóttir og örvhentu skyttuna, Tatjana Zukovska.

Heiða Ingólfsdóttir sem er 17 ára gömul kemur frá ÍBV. Heiða er í unglingalandsliðið Íslands og hefur löngum verið talin mikið efni. Heiða er bæði lögleg í unglingaflokk og meistaraflokk. Mörg lið voru á eftir henni en að lokum ákvað hún að velja rétta liðið.

Tatjana Zukovska er aðeins eldri en Heiða, Tatjana hefur leikið hér á landi í þónokkur ár. Hún hefur leikið með ÍBV, Gróttu og HK. Tatjana er örvhent skytta og mun því taka við af Söndru sem lék með Haukum síðustu tímabil en kláraði ekki þetta tímabil og ákvað að kíkja út fyrir landsteinana.

Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið.

Við bjóðum þær stöllur velkomnar í Haukafjölskylduna.

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.