Meistaraflokkur karla leikur á Akureyri

Á morgun mun meistaraflokkur karla fara norður og leika gegn KA í 4.umferð 1.deildar karla.

Okkar strákar eru enn taplausir í deildinni í 5.sæti með 5 stig og með markatöluna 6-4. En KA menn eru aftur á móti í 9.sæti með einungis 2 stig og enn ekki búnir að sigra leik.

Í síðasta leik sigruðum við Víking Reykjavík nokkuð örugglega 3-1 eftir að hafa lent 0-1 undir. KA menn gerðu hinsvegar jafntefli við Selfoss fyrir norðan 2-2 eftir að hafa komist 2-0 yfir með mörkum frá Guðmundi Óla Steingrímssyni og Norberts Farkas.

Haukar og KA mættust í Lengjubikarnum og þar bárum við sigur úr bítum 5-3, en liðin hafa bætt við sig töluvert af mannskap frá þessum leik.

Mikið um forföll hafa verið á Haukaliðinu síðustu daga. Hilmar Emils. hefur ekkert æft þessa vikuna vegna eymsla, Hilmar Geir hefur verið veikur og Goran og Óli Jón eru enn meiddir. Góðu fréttirnar eru samt þær að Eddi er farinn að sprikla að nýju.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 á Akureyravelli á morgun og verður þetta því fyrsti leikur liðsins á grasi í sumar.

Næsti heimaleikur er svo á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 20:00 þegar liðsmenn Afríku mæta okkar mönnum í Visa-bikarnum.

Næsti heimaleikur í deildinni er á föstudaginn eftir viku klukkan 20:00 þegar Selfyssingar heimsækja okkar menn.

ÁFRAM HAUKAR