Meistaraflokkur karla byrjaður að æfa

Nú er farið að styttast í að Íslandsmótið í handbolta hefjist. Áætlað er að mótið hefjist dagana 13. – 16. september og því um einn og hálfur mánuður í upphaf þess.

Aron Kristjánsson, þjálfari, og Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari, hafa nú þegar hafið stífan undirbúning strákanna okkar fyrir tímabilið. Á fyrstu æfingunni sem fram fór á dögunum voru strákarnir teknir í þolpróf þar sem Freyr Brynjarsson kom best út. Fyrsta vika æfinga hefur gengið mjög vel að sögn Arons. Lögð er sérstök áhersla á líkamlega uppbyggingu leikmanna en einnig er æft með bolta í sal.

Meistaraflokkur kvenna mun svo hefja æfingar á næstu dögum.

Við munum koma með nánari fréttir af æfingum meistaraflokkanna á næstu dögum.