Meistaradeildin – Makedonía

Það er nóg að gera hjá stákunum okkar og stutt var stoppið á landinu. Þeir komu heim frá Barcelona seint á sunnudagskvöldið, spiluðu við Breiðablik í gærkvöldi og héldu síðan utan í morgun áleiðis til Makedoníu. Þeir stoppa í Vín í dag og fljúga þaðan á morgun, föstudag til Makedoníu og lenda í Skopje um miðjan dag. Á laugardeginum er æfing um morgunin kl. 10:00 til 12:00 og aftur á sunnudagsmorgun kl. 11:00 til 12:00. Leikurinn er síðan kl. 19.00 að staðartíma eða kl. 18:00 að íslenskum tíma. Brottför frá Skopje er mánudaginn 1. des. kl. 14:00 til Vínar og þaðan er flogið heim til Íslands.

Ekki verður hvíldin mikil þegar heim er komið, því miðvikudaginn 3. des. er heimaleikur við ÍR og síðan útileikur við Selfoss föstudaginn 5. des.