Magnús Sigmunds: Lofar góðri markvörslu

Enn heldur umfjöllunin um leikinn sem háður verður á sunnudaginn, leikur Hauka og Vals í N1-deild karla.

Í dag hef ég fengið nokkra leikmenn meistaraflokks karla til að gefa okkur áhorfendur innsýn í stemminguna sem er í meistaraflokknum fyrir leiknum.
Ég fékk þá Kára Kristján Kristjánsson, Arnar Jón Agnarsson og Magnús Sigmundsson til að segja sitt álit á því hvernig stemmingin er fyrir leiknum stóra á sunnudaginn.

 Kári Kristján Kristjánsson, línumaður : „ Stemmingin er frábær. Það er vertíð hjá okkur og það þýðir ekkert að slaka á fyrr en við erum búnir að landa sigri í þeim leikjum sem við eigum eftir. Auk þess eigum við harma að hefna gegn þessu liði og það þarf ekkert að mótivera okkur neitt sérstaklega mikið svo að við gefum allt okkar í leikinn , sem mun skila okkur sigri “

Arnar Jón Agnarsson, stórskytta : „ Stemmingin er alveg ótrúleg, einbeitningin skín úr hverju andliti menn eru virkilega tilbúnir í leikinn, enda höfum við mikið að sanna, við höfum verið í töluverðum vandræðum með Valsmenn og þeir hafa verið mikið að bulla eitthvað í fjölmiðlum um hversu “ótrúlegt” það er að við séum efstir, hvernig getum við verið að vinna þessa leiki með þennan mannskap og að Aron sé með alla dómarana í vasanum og svona helvítis bull, þessi leikur er persónulegur og hann mun vinnast “

 Magnús Sigmundsson, markvörður : „ Á móti Val gildir það  að spila agaða sókn og ná til baka í vörnina þannig að þeir fá ekki þessi hraðupphlaup sem þeir eru góðir í einnig þarf markvarslan að vera betri en í síðasta leik og hún verður það , það get ég staðfest. “

Það er greinilegt af þessum orðum að hafa, að leikmenn liðsins eru virkilega tilbúnir í slaginn.

Við munum svo halda áfram umfjöllun okkar um leikinn á næstu dögum.

ÁFRAM HAUKAR!

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar