Mót yngri flokka í vetur

Í vetur taka 5. og 6.flokkar karla og kvenna þátt á fimm mótum. 7.flokkar karla og kvenna taka þátt á þremur mótum og 8.flokkarnir fara á eitt mót.

Fyrsta mót 5.flokks karla verður haldið í Vestmannaeyjum helgina 12. – 14. október. Helgina 16.-18. nóvember verður svo haldið mót hjá 5.flokki karla hjá okkur Haukamönnum á Ásvöllum og í Strandgötu. Þriðja mót strákanna verður svo haldið 25.-27. janúar af Gróttu, FH heldur svo fjórða mótið helgina 22.-24. febrúar og síðasta mót 5.flokks karla verður hjá ÍR í Breiðholti 18.-20. apríl. Fyrsta, þriðja og fimmta mót eru Íslandsmót en annað og fjórða mót eru deildarmót.

Stelpurnar í 5.flokki kvenna keppa alltaf sömu helgar og strákarnir. 12.-14. október, meðan strákarnir fara til Eyja, fara stelpurnar norður á Akureyri og taka þátt á sínu fyrsta móti. 16.-18. nóvember halda Framarar mót fyrir þær og við Haukamenn höldum handa þeim mót 25.-27. janúar. Fjórða og næst síðasta mótið þeirra verður haldið 22.-24. febrúar hjá Aftureldingu og síðasta mót vetrarins verður helgina 18.-20. apríl hjá Val. Eins og hjá strákunum er fyrsta, þriðja og fimmta mót Íslandsmót en annað og fjóra mót deildarmót.

Strákarnir í 6.flokki karla taka eins og áður sagði einnig þátt á fimm mótum. Fyrsta mótið verður haldið helgina 26.-28. október hjá FH, annað mótið verður haldið hjá KR 23.-25. nóvember. 8.-10. febrúar verður svo mót hjá Fram, strákarnir fara á Selfoss 7.-9. mars og síðasta mót þeirra verður haldið á Akureyri helgina 2.-4. maí. Niðurröðun Íslands- og deildarmóta er sú sama og hjá 5.flokki.

Stelpurnar í 6.flokki kvenna keppa sömu helgar og strákarnir í 6.flokki. Fyrsta mótið þeirra, 26.-28. október verður haldið hjá HK. Næsta mót, 23.-25. nóvember, verður haldið hjá Fjölni. Fylkir heldur svo þriðja mótið 8.-10. febrúar. Fjórða og næst síðasta mótið verður hjá ÍR 7.-9. mars og að lokum fara stelpurnar til Vestmannaeyja 2.-4. maí. Niðurröðun Íslands- og deildarmóta er eins og hjá hinum flokkunum.

Krakkarnir í 7.flokki taka þátt á þremur mótum. Fyrsta mótið verður Vinamót Víkings sem haldið verður 9.-11. nóvember. Annað mótið, Ákamótið hjá HK, verður haldið 1.-3. febrúar og síðasta mót þeirra verður 25.-27. apríl þegar Grótta heldur mót. Að auki munu krakkarnir taka þátt á Kiwanismóti Eldborgar og Hauka sem haldið verður milli jóla og nýárs.

8.flokkurinn tekur þátt á einu móti. Það verður haldið hjá Stjörnunni helgina 7.-9. mars.

4.flokkur og uppúr leika heimaleiki heima og heiman í deildum.