Lokahóf knd. Hauka á laugardaginn

Haukar

Lokahóf næsta laugardag eftir ótrúlega spennandi tímabil

Eins og flestu Hauka-fólki er kunnugt um lauk Íslandsmóti 1. deildar karla í knattspyrnu um síðustu helgi.  Okkar menn höfnuðu í 3. sæti með 42 stig, jafnmörg stig og Víkingur R. sem hafnaði í 2. sæti en var með betri markatölu og fara því upp í úrvalsdeild ásamt Fjölni sem voru efstir með 43 stig.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka óskar Fjölni og Víking R. til hamingju með sæti í úrvalsdeild og velfarnaðar á næsta tímabili.

Ljóst er að tímabilið verður lengi í minnum haft vegna ótrúlegrar spennu þar sem sex lið börðust um tvö sæti í  úrvalsdeild að fram í lokin.

Keppnistímabili meistaraflokks 1. deildar kvenna, A riðils, lauk þann 25. ágúst sl. en okkar stúlkur höfnuðu í fjórða sæti.  Fylkir sigraði deildina með nokkrum yfirburðum.

Þar sem keppnistímabilið er á enda ætlum við Hauka-fólk að hittast næsta laugardag og halda lokahóf knattspyrnudeildar félagsins þar sem leikmenn meistaraflokka félagsins í kvenna- og karlaflokki ætla að hittast ásamt stuðningsmönnum.

Miðasala fer fram í afgreiðslunni á Ásvöllum og er miðaverð kr. 2.500,- fyrir meistaraflokksleikmenn og Hauka í horni og kr. 3.000,- fyrir aðra. Síðasti frestur til að kaupa miða er á föstudaginn 27. september. 

Lokahófið fer fram á Ásvöllum og opnar húsið klukkan 19:00.  Veislustjóri verður hinn magnaði Gunni Bald og mun Saffran sjá um veitingar.  Dj Ceasetone sér svo um skemmtunina fram á kvöld.  Þema kvöldsins er Black Tie.