Lokahóf HSÍ – Haukar sigursælir

Lokahóf HSÍ var haldið á Broadway í gærkvöldi. Þar var kynnt val leikmanna og þjálfara á þeim bestu á keppnistímabilinu. Má segja að Haukar hafi verið sigurvegarar kvöldsins.

Fyrstu verðlaun kvöldsins voru Hauka en það var Unglingabikar HSÍ. Hann er veittur því félagi sem stendur best að unglingamálum í handknattleik á ári hverju. Frábært fyrir félagið að fá þessi verðlaun og er viðurkenning á því mikla og góða barna- og unglingastarfi sem unnið hefur verið hjá deildinni undanfarin ár.

Síðan var komið að verðlaunum ESSÓ deilda karla og kvenna og hlutu leikmenn Hauka þessi verðlaun:

Valdimarsbikarinn: Halldór Ingólfsson
Markahæsti leikmaður kvenna: Hanna Guðrún Stefánsdóttir
Efnilegasti leikmaður karla: Ásgeir Örn Hallgrímsson
Besti leikmaður kvenna: Hanna Guðrún Stefánsdóttir
Besti þjálfari karla: Viggó Sigurðsson
Besti þjálfari kvenna: Gústaf Adolf Björnsson

Við Haukar erum verulega stolt af okkar fólki og óskum ykkur innilega til hamingju. Glæsileg verðlaun hjá frábærum íþróttamönnum.

Einnig óskum við öðrum verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju.