Leiknir – Haukar á föstudaginn!

Á föstudaginn heimsækja okkar menn botnlið 1.deildar, Leiknis. Leikurinn verður flautaður á klukkan 20:00 af Þóroddi Hjaltalín.

Haukaliðið sigraði í síðustu umferð toppliðið ÍBV sannfærandi 2-0 með mörkum frá Goran Lukic og Ásgeiri Ingólfs.

Leiknismenn fóru aftur á móti rándýra ferð til Akureyrar og fengu á sig alveg slatta af mörkum eða 6 mörk allt í allt, leikurinn endaði 6-0.

Okkar menn eru með 16 – 12 í markatölu og hefur Denis Curic verður öflugur við að skora í sumar en hann hefur skorað 6 mörk og næstur honum kemur Ásgeir með 2 mörk.

Leiknismenn eru aftur á móti með markatöluna 8-19 og hafa þeir skorað tveimur mörkum fleiri en Denis Curic hefur skorað. Markahæstur hjá Leikni er Daninn Jakob Spangsberg.

Leikmannahópurinn hjá okkur verður líklega sá sami og var í síðasta leik fyrir utan að Philip er í gifsi á hendi vegna meiðsla sem hann hlaut í Eyjaleiknum og eru afar litlar líkur á að hann geti leikið leikinn.

Hjá Leiknismönnum er vinstri bakvörðurinn Steinarr Guðmundsson í leikbanni en hann hefur leikið alla átta leiki liðsins í sumar.

Það er skemmtilegt að segja frá því að í liði Leiknis er fyrrum leikmaður Hauka, Guðlaugur Andri Axelsson 2 leiki með meistaraflokki Hauka í Íslandsmóti.

Og svo má ekki gleyma því að Hilmar Trausti Arnarsson lék í fyrra með liði Leiknis en gekk til liðs við Hauka í byrjun sumars.

Gengi Leiknismanna hefur valdið miklum vonbrigðum í sumar og hefur til að mynda meistaraflokksráð boðið allt Leiknisfólk í pylsur fyrir leik, það er því öllu tjaldað þar á bæ fyrir leikinn og því yrði enn sætara að sigra leikinn.

Eins og fyrr segir hefst leikurinn klukkan 20:00 á morgun. Við hvetjum allt Haukafólk að fjölmenna á leikinn, liðið hefur verið að leika fanta vel í síðustu leikjum og eiga skilið að fá hvatningu. Leiknismenn hafa að bjóða góða stúku sem vel er hægt að nota og því er tilvalið að mæta með alla fjölskylduna á leikinn.

Allir á völlinn – ÁFRAM HAUKAR!