Leikmannarit Fjalars 2008-2009

Núna fyrir komandi tímabil mun í fyrsta skipti koma út leikmannarit Fjalars. Blaðið mun innihalda upplýsingar um leikmenn meistaraflokkanna, yngri flokka og starfsemi körfuknattleiksdeildarinnar en þó má frekar tala um bók í þessu samhengi þar sem blaðið verður hátt í 100 blaðsíður í A4 stærð.

Þar sem prentkostnaður er mjög mikill neyðist deildin til að selja blaðið til stuðningsmanna félagsins. Þó var ákveðið að hafa þann kostnað í lágmarki en blaðið mun kosta um 1000 krónur.

Forsala verður á blaðinu á Ásvöllum á næstu dögum og þar verður einnig hægt að skoða sýnishorn úr því. Menn geta einnig sent e-mail á arnar.magnusson@gmail.com  með allar upplýsingar um sig og fengið blaðið sent heim til sín þegar það kemur út (svo lengi sem það er á höfuðborgarsvæðinu). Áætluð útgáfa er fyrir fyrsta heimaleik sem er 17. október.

Fyrir hönd stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar.

Arnar Freyr Magnússon

Arnar.magnusson@gmail.com