Líf og fjör á stelpudegi Hauka

Kátar stelpur á stelpudegi HaukaÞað var frískur og fjölmennur hópur sem mætti á stelpudag á Ásvöllum föstudaginn 19.september. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum. Um 400 stelpur úr 3. – 8. bekk mættu og skemmtu sér saman. Horft var á bíómynd á breiðtjaldi, boðið var upp á popp og kók og stíginn var dans undir tónlist myndarinn High School Musical.
Handbolti snýst um meira en hlaup á parketi og boltakast, þetta er hópíþrótt þar sem þátttakendur í liði læra að vinna saman og skemmta sér saman. Þetta gerðu stelpurnar sér grein fyrir á föstudaginn. Svona á að skemmta sér saman!

Haukar þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir frábæran dag og býður alla velkomna á æfingar yngri flokka.