Kynning á afreksskólanum verður haldin 19-20 október fyrir 7-8 bekk grunnskóla.

Haukar logo fréttirAfreksforskóli Hauka verður haldinn 19.-20. október, í vetrarfríi grunnskólanna. Námskeiðið stendur 7. og 8. bekkingum í Haukum til boða og er ókeypis.

Á þessu námskeiði gefst þátttakendum tækifæri til þess að fá smjörþefinn af því hvernig það er að vera í fullu námi í Afreksskóla Hauka. Námskeiðið verður frá kl. 9-12 báða dagana. Þar fer fram tækniæfing innanhúss í hverri boltagrein, fræðsla og kennsla í líkamlegri þjálfun, hópefli, fyrirlestrar um næringu, hugarþjálfun, og markmiðssetningu, svo eitthvað sé nefnt.

Annað sambærilegt námskeið verður haldið í vor, í vorfríi grunnskólanna, svo að allir áhugasamir um Afreksskóla Hauka ættu að geta kynnst skólanum á öðru hvoru námskeiðinu. Lágmarksþáttakendafjöldi er 20 og ef það kemur svo ólíklega til þess að við getum ekki tekið á móti fleirum, þá verður ganga þeir fyrir sem fyrstir gengu frá skráningu.

Þið getið tilkynnt þátttöku í Afreksforskólanum með því að fylla út þetta eyðublað hér:

https://docs.google.com/forms/d/1od_T_-3cDRvXxBMtMSZxhM62eIijxWvpE-wI7r0V6XY/viewform