Kvennalið Hauka í Dominos deildinni skiptir út erlendum leikmanni

keila sheltonHið unga og efnilega lið Hauka í Dominos deild kvenna mun gera breytingar á sínu liði núna á meðan frí er í deildinni vegna landsleikja.

Michell sem hefur spilað með liðinu frá byrjun tímabilsins hefur verið látinn fara og í stað hennar var ráðinn leikmaður sem var í LA Tech og heitir Kelia Shelton og er fædd árið 1991.  Kelia útskrifaðist vorið 2015 og var með 13,2 stig, 5,3 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á sínu síðasta ári.
Í fyrra spilaði hún í rússnesku deildinni en sú deild er ein sú sterkasta í evrópu og eru þar til að mynda margir leikmenn úr WNBA deildinni.

Lið Hauka hefur farið ágætlega af stað í deildinni þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu. Nú er Þóra að koma aftur til baka úr meiðslum og með nýjum erlendum leikmanni má búast við að hið unga lið Hauka verði enn sterkara eftir fríið.

Næsti leikur hjá liðinu er heimaleikur á móti spútnikliði Keflavíkur, miðvikudaginn 30.11.