Kjúklingurinn skoraði 4

Meistaraflokkur karla spilaði leik í 2. deildinni laugardaginn júní, leikurinn var á móti Magna sem voru í næstneðsta sæt með 1 stig fyrir leikinn en Haukar á toppnum með 13 stig. Veðrið á Ásvöllum var fínt heitt, heiðskæyrt og nokkur vindur.

Byrjunarlið Hauka var þannig að Amir var í markinu eins og venjulega, í vörninni voru Þórhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E og Jónas. Á miðjunni voru Kristján Ómar og Goran svo á köntunum voru Hilmar Geir og Ásgeir Þór Ingólfsson. Í fremstu víglínu var markahrókurinn Hilmar Emils og fyrir aftan hann var Yared Yedeneskachew en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði meistarflokks Hauka.

Leikurinn byrjaði mrð því að bæði lið voru að þreifa fyrir sér þó voru Magna menn örlítið hættulegri þar sem þeir höfðu vindinn í bakið og þsð skilaði árangri á 12 mínútu en þá fékk Eiður Pálmason boltann á lofti við vinstra vítateigshornið og skaut í fyrsta en skotið fór eins og banani og yfir Amir í marki Hauka, stórglæsilegt mark þar á ferð. Fyrsta hættulega færi Hauka leit dagsins ljós á 15. mínútu en þá átti Ásgeir góðann sprett upp hægri vænginn og gaf boltann út á Goran sem átti skot sem Atli Rúnarsson varði en missti undir sig en varnarmenn Magna náðu að hreinsa.

Yared Yedeneskachew komst einn inn í gegn á 19. mínútu og svo lék hann á Atla markmann Magna skaut að marki en varnarmarður Magna komst fyrir skotið en þá hrökk boltinn til Ásgeirs Þórs sem skoraði. Yared var aftur á feð á 22. mínútu en á gaf hann boltann á Ásgeir sem var á vinstri kantinum og sólaði hann einn leikmann Magna og skaut boltanum framhjá Atla í marki Magna og staðan orðin 2 – 1 Haukum í vil.

Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega því strax á 47. mínútu fékk Hilmar Geir boltann við markteiginn og smellhitti boltann og boltinn fór rakleiðis í þaknetið. Hinn ungi Ásgeir var ekki hættur því á 58. mínútu fullkomnaði hann þrennuna með því að ná að koma boltanum yfir marklínuna eftir klafs inn í teig Magna.

Á 70. mínútu varð aftur klafs inn í teig Magna en þá hrökk boltinn til Gorans sem gaf boltann fyrir á fjær og þar voru þeir Úlafar Hrafn og Óli Jón tveir á móti marki og náði sá síðarnefndi að pota boltanum yfig línuna og staðan orðin 5 – 1. Ásgeir Þór var iðinn við kolann í leiknum og hann náði að skora 4 mark sitt í leiknum í uppbótartíma í seinni hálfleik eftir að hafa fengið sendingu frá hægri frá Jónasi.

Þessi leikur var mjög fínn en ekki einn af bestu leikjum sumarsins enda mótstaðan ekki mikil en sigur er alltaf sigur en í þessum leik var hinn 16. gamli sóknarmiðjumaður Hauka besti maður vallarins en hann hefði þó getað sett þau fleiri en mörkin urðu í þessum leik og enginn tekur þau af honum. Gaman er að sjá hve vel ungu strákarnir í liðinu eru að koma glæsilega inn í liði og þeir virðast smellpassa með þeim sem eru eldri og leikrreyndari. Næsti leikur Haukar er á móti Leikni R. í bikarnum á þriðjudainn kemur kl. 20:00 en næsti leikurinn í deildinni er föstudaginn 29. júní á móti Sindra á Höfn kl. 20:00.