Kiwanismót Eldborgar og Hauka

Sunnudaginn 28. desember verður hið árlega Kiwanismót Eldborgar og Hauka haldið á Ásvöllum. Mótið er ætlað börnum í 7. flokkum karla og kvenna og er þetta 21. mótið sem handknattleiksdeild Hauka heldur í samvinnu við Kiwanisklúbbinn Eldborg. Mótið fer fram á Ásvöllum.

Þátttákendur á mótinu verða frá Haukum, FH, Gróttu og Stjörnunni og leikið verður í þremur styrktarflokkum. Fyrsti styrktarflokkur leikur frá klukkan 9:00 til klukkan 10:15, annar styrktarflokkur frá klukkan 10:15 – 11:30 og þriðji styrktarflokkur frá klukkan 11:30 til 12:45.

Það hefur skapast hefð fyrir því að þátttakendur fái samloku og Svala að loknum síðasta leik í boði Kiwanisklúbbsins Eldborgar og verður að sjálfsögðu engin breyting þar á í ár.

Að loknum móti er svo upplagt fyrir keppendur og foreldra að fara í Laugardalshöllina og fylgjast með úrslitaleikjum deildarbikars karla og kvenna.

Við hvetjum alla áhugamenn um handbolta til að mæta á Ásvelli sunnudaginn 28. desember og fylgjast með handboltafólki framtíðarinnar.