Keppni lokið í sumar

Ekki endaði íslandsmótið alveg eins og við hefðum viljað; tap á móti Keflavík úti, í síðustu viku, og tap á móti Víkingi, heima í gær. Margt tókst vel í sumar, en annað hefði getað farið betur. Það er áberandi hvað Haukar fengu mörg spjöld á þessu tímabili, alls 37 gul og 2 rauð. Það er hins vegar minni getumunur á liðunum en stigataflan segir til um, t.d. á Víkingum sem fara upp í A-deild og Haukum sem fara niður í C-deild. Í of mörgum leikjum vantaði herslumuninn til að vinna jafna leiki.
Nú er nýtt fótboltaár framundan með tilheyrandi tilhlökkun og væntingum og vonandi tekst 3. flokki Hauka enn betur en áður að:
– Spila góðan fótbolta þar sem samleikur er í fyrirrúmi
– Spila af fullum metnaði og einurð en líka af gleði
– Virkja og hvetja þá sem vilja æfa á fullu og spila svona fótbolta
Ef við náum þessu verðum við kannski eins og Skagamenn voru forðum – glaðir og góðir.