Kári Jónsson valinn í 12 manna landslið fyrir undankeppni HM

Haukamaðurinn Kári Jónsson hefur verið valinn í  lokahópinn sem mun spila tvo landsleiki í undankeppni HM og er fyrsti leikurinn á móti Tékkum úti föstudaginn 24 nóvember og svo er sá síðari á í laugardalshöllinni mánudaginn 27 nóvember.

Það er orðið ansi langt síðan Haukar hafa átt landsliðsmann í A liði landsliðs KKÍ i mótsleikjum og er þetta því mikið fagnaðarefni. Kári er nýkomin aftur heim, en hann kom til baka frá Bandaríkjunum eftir eitt ár í College.
Kári hefur sýnt það að hann er ekki bara efnilegur heldur er hann orðinn einn af betri leikmönnum landsins og er verðlaunað með sæti í lokahópnum fyrir undankeppni HM.

Við óskum Kára góðs gengis, sem og auðvitað landsliðinu og munum fylgjast grannt með honum í þessum landsleikjum.

Til hamingju Kári.