Kári: Við verðum með 36 stig, Puntkur !

Áfram heldur umfjöllunin um stórleikinn á sunnudaginn, Haukar – Valur á Ásvöllum.

 
Kári Kristján Kristjánsson, nýjasti pabbi liðsins tók sér smá tíma frá barninu og ákvað að setjast við tölvuna og svara nokkrum spurningum sem ég lagði fyrir hann um komandi átök.

Kári sem verður 24 ára, 28.október er að leika sitt þriðja tímabil hjá Haukum, en þar áður spilaði hann með ÍBV. Kári á þónokkra unglingalandsleiki af baki og 5 A-landsliðsleiki .

 
Ég spurði hann fyrst, hvernig það væri að vera orðinn pabbi og hvernig það gengi „ Heyrðu það gengur bara alveg eins og í sögu. Litla prinsessan mín sefur bara og drekkur og er ekkert í  því að gráta mikið, þannig að við erum rosalega hamingjusöm og heppin með hana við Kiddý. Svo er bara lykillinn að þessu að gera það sem konan segir manni að gera, það hefur víst virkað vel í þessari aðstöðu. “

Ég spurði hann næst útí gengi liðsins í síðustu leikjum sem hefur verið afar gott „ Við erum bara hópur af góðum metanaðrfullum leikmönnum með eldri reynda jaxla inn á milli sem skapa þessu góðu blöndu. Við æfum vel og sinnum þessu að kostgæfni sem kemur út í góðu gengi liðsins. Höfum gott þjálfara teymi og umgjörðin í klúbbnum er frábær.
Það er óneitanlega gott að vera með 6 stiga forystu en það er bara þeim mun meira krefjandi að halda fókus og klára þetta mót til enda. Við erum með gott lið og við erum ekkert að fara að reyna að vinna deildina með einu stigi. Ef við getum unnið hana með 12 stigum þá að sjálfsögðu gerum  við það. Við förum í alla leiki til að vinna og leggja okkur 100% í verkefnið, það er bara klárt“ sagði Kári, aðspurður um það hvort það væri ekki þægilegt að vera með sex stiga forskot á næsta lið þegar einungis sjö umferðir eru eftir af deildinni.

En nú hafa leikir ykkar við Val verið nokkuð jafnir, (einn sigur, eitt jafntefli og tveir tapleikir), heldur þú að það eigi eftir að vera sama upp á teningnum á sunnudaginn ? „ Það er nú ekkert flóknara en það að við erum að fara að vinna þennan leik á sunnudaginn, annað er bara viðbjóður“ – Skemtilega orðað það Kári minn.

Kári lofar skemmtilegum fögnum á sunnudaginn „ Við erum búnir að fara vel yfir fögnin og það munu koma skemmtileg tilþrif sem munu gleðja áhorfendur á sunnudaginn. Þetta verður skemmtilegur leikur fyrir áhorfendurna,  það er deginum ljósara “ , en hvað telur Kári að þurfi að gera til að sigra Valsarana ? „ Það er bara það sem við erum búnir að vera að vinna leiki á í vetur. Geggjuð liðsheild sem skilar sér inn á völlinn í því að við berjumst fyrir hvorn annan og erum að spila bestu vörnina á Íslandi í dag. Mórallinn hjá okkur er frábær  og það er bara klárt að við vitum það að með því að vinna leikinn erum við skrefinu nær titlinum.

Við verðum með 36 ! punktur“ sagði Kári að lokum, aðspurður hvort Haukar mundu vera með 36 stig eftir Valsleikinn.

 
Það er greinilegt að Haukaliðið er klárt í slaginn á sunnudaginn og því er einungis spurning til ykkar áhorfendur, eru þið tilbúin ?

Á morgun mun umfjöllunin halda áfram um stórleikinn.

| Haukar – Valur – Ásvellir – Sunnudagur – 16:00 |

 
    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.