Kári Kristján í íslenska landsliðið

Í hádeginu í dag tilkynnti Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik 18 manna landsliðshóp sem mun æfa saman í næstu viku, en 16 leikmenn úr hópnum munu svo leika fyrstu leikina í forkeppni Evrópumeistaramótsins sem fer fram í Austuríki í janúar 2010.

Íslenska landsliðið er í riðli með Belgum, Norðmönnum, Eistum og Makedóníu. Fyrsti leikurinn í riðlinum er gegn Belgíu á miðvikudaginn næstkomandi klukkan 20:15 í Laugardalshöllinni. Þeir leika svo í Noregi á næsta laugardag.

Einn leikmaður Hauka er í hópnum sem Guðmundur valdi, um er að ræða línumanninn Kára Kristján Kristjánsson en Kári á að baki 5 A-landsliðsleiki. 

Haukar eiga þó fleiri leikmenn í hópnum sem hafa leikið með Haukum áður, þá Ásgeir Örn Hallgrímsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson en þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur velur Þóri í landsliðshóp sinn.

Við óskum Kára Kristjáni til hamingju með að vera valinn í landsliðs hópinn og vonum að hann fái að spreyta sig í báðum leikjunum.