Jafntefli í Safamýrinni

Í kvöld léku okkar menn gegn Frömurum í Safamýrinni. Fyrir leikinn voru bæði lið með 4 stig eftir 2 leiki og því búist við hörkuleik.

Það voru Framarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins en jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, en Haukar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum á 25.mínútu í stöðunni 12-13, bæði lið náðu síðan að skora sitthvort markið og staðan því í hálfleik 13-14 Haukum í vil. Í byrjun seinni hálfleiks voru okkar menn tveimur mönnum færri en það gerði ekkert til og skoruðum við tvö mörk tveimur færri, bæði mörk úr hægra horninu.
Þegar leið á seinni hálfleikinn náðu Framarar að komast meira inn í leikinn og komust yfir í stöðunni 24-23 þegar korter var eftir af leiknum. Áfram héldu Framarar að auka forskotið og staðan orðin 27-24 þegar rúmlega 5 mínútur voru eftir. Þá rifu okkar menn sig upp og skoruðu 3 mörk á móti einu marki Framara og staðan því orðin 28-27 Fram í vil. Allt var í járnum og gátu bæði lið stolið sigrinum í lokin. Í næst síðustu sókn Hauka var staðan 29-28 Frömurum í vil, Haukar náðu að galopna vörn Framara en Björgvin P. Gústavsson markvörður Framara náði að verja frá Halldóri Ingólfssyni, en í næstu sókn Framara náði Magnús Sigmundsson að verja úr þröngu færi. Haukar fá boltann og 7 sekúndur eftir, nokkrar sendingar .. Sigurbergur með boltann stekkur upp og SKORAR! 29-29 lokastaðan í leiknum.

Markmennirnir;

Magnús Sigmundsson byrjaði leikinn og varði 10 bolta í fyrri hálfleik, náði síðan sér ekki nægilega á strik í byrjun seinni hálfleiks og var tekinn útaf, hann kom síðan inn á í lokakaflann og varði nokkra mikilvæga bolta.
Gísli Guðmundsson kom inn á í 10 mínútur í seinni hálfleik og náði að verja 1 bolta.

Útispilararnir;
Sigurbergur byrjaði á bekknum en kom inn á þegar leið á leikinn. Kom varnarmönnum Framara í vandræði og skoraði nokkur gullfalleg mörk, meðal annars síðasta mark leiksins.

Halldór kom inn á fyrir Arnar Jón sem náði sér ekki á strik, skoraði nokkur mikilvæg mörk og nokkrar góðar stoðsendingar.

Sigurbergur  5 mörk / 7 skot
Halldór Ingólfs. 5 / 8
Jón Karl 4 / 7
Gísli 3 / 5
Gunnar Berg 3 / 8
Þröstur 2 / 2
Freyr 2 / 4
Arnar Péturs. 2 / 3
Andri Stefan 2 / 6
Arnar Jón 1 / 2

Magnús Sigmundsson; 15 varðir boltar / 50. mínútur
Gísli Guðmundsson; 1 / 10.mínútur

Gangur leiksins;
0H -1F | 3 – 4 | 8 – 8 | 11 – 11 | 13 – 12 | 14 – 13 | 18 – 16 | 21 – 21 | 23 – 24 | 24 – 27 | 27- 28 | 29 -29 |

– Arnar Daði Arnarsson skrifar