Jafntefi í toppslagum

Meistaraflokkur karla spilaði leik föstudaginn 13. júlí þessi leikur var á móti ÍR. Þessi leikur var síðasti leikurinn í fyrri umferð 2. deildarinnar og var um toppslag að ræða því fyrir leikinn voru liðin í 1. og 2. sæti með 18 og 19 stig en Haukar voru ofar. Leikurinn var háður aðeins 3 dögum eftir glæstan sigur Hauka i vítaspyrnukeppni á móti Fram og var því nokkur þreita í mönnum.

Byrjunarliðið var þannig að Amir var í markinu, í vörninni voru Þórhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E og Jónas. Á miðjunni voru Kristján Ómar og Goran svo á köntunum voru Hilmar Geir og Ásgeir Þór. Í fremstu víglínu var Ómar Karl í sínum fyrsta leik í mjög langan tíma og fyrir aftan hann var Yared Yedeneskachew.

Leikurinn var mjög jafn í byrjun en ÍR voru þó skrefinu á undan og ein sókn þeirra bar árangur á 22. mínútu en þá fékk Erlingur Þór Guðmundsson sendingu inn fyrir og fékk Amir út á móti sér þá renndi hann boltanum fyrir markið og þar var það Elías Ingi Árnason sem sparkaði boltanum í autt markið. Fátt markvert gerðist eftir þetta þó sókn Hauka þyngdist eftir mark ÍR.

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði með stífri sókn Hauka og á 49. mínútu tók Yared aukaspyrnu frá hægri sem fór beint á kollinn á Goran en skallinn frá honum fór rétt framhjá. Davíð E átti góða fyrirgjöf á 61. mínútu og boltinn fór á Ásgeir Þór en skotið frá honum var ekki gott. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Haukar dæmda vítaspyrnu þegar einn leikmanna ÍR handlék boltann innan vítateigs. Mínútu síðar skoraði Davíð E örugglega úr vítaspyrnunni og jafnaði leikinn. Eftir markið sóttu Haukar í við meira og undir lok leiks fékk Úlfar Hrafn tvö dauðafæri sem hefðu getað gert útum leikinn en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði með 1 – 1 jafntefli.

Eftir leikinn eru Haukar enþá efstir með 1 stigs forustu á ÍR. Þessum leik var Goran góður sem og Kristján Ómar einnig kom Úlfar með lipra spretti af bekknum. Næsti leikur Hauka er á móti ÍH á Kaplakrikavelli fimmtudaginn 19. júlí kl. 20:00 en næsti heimaleikurinn í deildinni er á móti Völsungi föstudaginn 27. júlí á kl. 19:00. Áfram Haukar!!!