Jafnt á Ólafsfirði – KA í heimsókn á föstudag

HaukarKF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Haukar skyldu jöfn í gær, 1-1 í 5.umferð 1.deildar karla. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri í Ólafsfirði. 

Staðan var markalaus í hálfleik en Haukaliðið hefði hæglega getað verið einu til tveimur mörkum yfir í hálfleik en til að mynda átti Hilmar Rafn Emilsson skalla í tréverkið eftir fyrirgjöf frá Hilmari Trausta. Það voru hinsvegar heimamenn sem komust yfir með marki frá Jóni Björgvini Kristjánssyni eftir um klukkutíma leik.

Úlfar Hrafn Pálsson jafnaði hinsvegar metin nokkrum mínútum síðar, með laglegu marki. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik. KF liðið sem eru nýliðar í deildinni hafa sýnt það í byrjun móts að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.

Næsti leikur Hauka er næstkomandi föstudag á Ásvöllum. Þá koma lærisveinar Bjarna Jóhannssonar í KA í heimsókn. Hefst leikurinn klukkan 19:15.

 

Eftir fimm umferðir eru Haukar í fjórða og fimmta sæti deildarinnar með 10 stig, jafn mörg og Víkingur R. Leiknir R. eru í 3.sæti með 11 stig. Grindavík og BÍ/Bolungarvík eru síðan á toppi deildarinnar með 12 stig. 

 

Hver leikur í þessari deild er gríðarlega mikilvægur. Það virðist enginn leikur vera gefins og það þarf að gefa allt í, ef þrjú stig eiga að vinnast. Við hvetjum Haukafólk að fjölmenna á föstudagskvöldið á leik Hauka og KA.

Næstu leikir Hauka:

14.júní: 19:15: Haukar – KA Ásvellir

22.júní: 14:00: Víkingur R. – Haukar Víkingsvöllur

Allir á völlinn – ÁFRAM HAUKAR!