Hvað segir Sigurbergur Sveinsson ? HK – Haukar í kvöld

Sigurbergu Sveinsson er Haukamaður í húð og hár. Hann hefur allan sinn feril leikið með Haukum.

Á síðasta tímabili má segja að hann hafi sprungið út, því hann átti hvern stórleikinn á fætum öðrum og var til að mynda valinn í A-landsliðið á tímabili. 

Við tókum stutt spjall við Sigurberg um leikinn í kvöld gegn HK og aðeins meira en það.

Viðtalið getið þið séð, með því að smella á “ lesa meira “

 

Við spurðum Sigurberg fyrst að því, hvernig leikurinn gegn HK leggst í hann ? „Mér lýst bara ágætlega á þetta. Síðustu tveir leikir hjá okkur hafa verið fínir þannig að ég er fullur tilhlökkunar.“

Nú hafa leikir Hauka og HK oftast en ekki verið æsispennandi og jafnir fram á síðustu mínútum, er eitthvað sem bendir til þess að það verði ekki í kvöld ? „Nei það held ég ekki, þessi leikur í kvöld á örugglega eftir að vera eitthvað í þeim dúr. HK eru með mjög fínan mannskap líkt og við, þannig að ég held að þessi leikur eiga að geta boðið upp mikla og góða skemmtun.“

Við spurðum Sigurberg svo að því, hvernig honum hafi fundist byrjunin á tímabilinu vera og hvort eitthvað hafi komið honum á óvart ? „ Mér finnst þessi byrjun á deildinni lofa góðu. Miðað við þessa fyrstu leiki þá eigum við eftir sjá mikla og jafna baráttu um sætin sem gefa þáttöku í úrslitakeppninni. Mér finnnst byrjunin hjá okkur Haukunum lofa góðu, liðið er búið að æfa mjög vel og er í dúndur formi. Við munum taka þessa fínu byrjun með okkur inn í næstu leiki og vonandi ná að halda uppteknum hætti áfram.“

Að lokum spurðum við Sigurberg að því, hvort það sé ekki erfitt að einbeita sér að N1-deildinni, vitandi að á sunnudaginn næstkomandi er fyrsti leikur Hauka í Meistaradeildinni á heimavelli ? „ Nei ég get ekki sagt það, við erum bara með hugan þessa stundina við leikinn á móti HK. Eftir leikinn á morgun fáum við síðan nokkra daga til að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn zaporozhye á sunnudaginn. Þrátt fyrir að við séum að fara í þétta dagskrá næstu vikurnar og þá munum við taka  einn leik fyrir í einu og einbeita okkar að því áður en við hugum að næsta verkefni.“

Við þökkum Sigurbergi fyrir þessi svör og vonum að hann og liðið eigi eftir að sigra leikinn í kvöld.