Hvað gerir Kristján Ómar á morgun ?

Við minna fólk á að strákarnir okkar eru að spila í Lengjubikarnum á morgun upp í Egilshöll.

Leikurinn hefst kl. 19:00 en strákarnir leika gegn úrvalsdeildarliði Þróttar. En í þeirra herbúðum eru nokkrir kunnugleg nöfn okkar Haukamanna, Daníel Karlsson markvörður en hann lék með Haukum 2004, er hann var á láni frá Þrótti, Þorsteinn Halldórsson aðstoðarþjálfari Þróttar, en hann þjálfaði einmitt Haukana nokkur tímabil á grasinu góða, Helgi Sævarsson en hann í herbúðum Hauka í fjölda ára og fyllti þá vatnsbrúsana fá. Og svo er auðvitað ekki hægt að gleyma Rauðkálinu, Kristjáni Ómari Björnssyni, en hann ákvað að yfirgefa herbúðir stórliðs Hauka og skipta yfir í Laugardalinn þar sem hann ætlar að spreyta sig í Landsbankadeildinni í sumar.

Það verður gaman að sjá hvað Kristján Ómar gerir gegn sínu gömlu leikmönnum.

HAUKAR – Þróttur á morgun, Egilshöll kl. 19:00 !