Hvað er að frétta af 2. flokki karla?

Í öðrum flokki karla æfa um 20 strákar reglulega en fleiri eru á skrá, þessir strákar eru fæddir frá 1990 til 1988. Þessi flokkur sendir 2 lið til keppni í sumar, annað liðið leikur í B – deild en hitt í sérstakri B – liða keppni og er þessi flokkur þjálfaður af aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla Garðar Smára Gunnarssyni en honum til halds og trausts er Árni Hilmarsson.

A – liðið er búið að keppa 5 lekið á Íslandsmótinu þar af 4 útileiki. Þessir leikir hafa farið misjafn lega vel, fyrst var spilað vö leiki yfir helgi fyrir norðan fyrri leikurinn vanst 4 – 2 á móti KA með 2 mörkum frá Tjörva Þorgeirssyni, einu frá Enoki Eiðssyni og Aroni Frey Eiríkssyni. Seinni leikurinn var á móti Þór en þar fengu Haukar skell 10 – 1 en leikuinn var jafn fyrstu 30 mínúturnar, í þeim leik fékk Friðrik Björnsson Haukamaður rautt spjald á 47. mínútu en mark Hauka í þeim leik skoraði Ásgeir Þór Ingólfsson.

Næst tók við útileikur á móti Val sá leikur byrjaði val því eftir 15 sek komust Haukar yfir með marki frá Andra Geir Gunnarssyni en leikurinn endaði síðan í jafntefli 3 – 3 og auk Andra skoraði Ásgeir Þór Ingólfsson tvö mörk. Næsti leikur var á móti Víkingi/Berserkjum á Ásvöllum sá leikur vannst með mörkum frá Andra Geir, í þeim leik fékk Garðar Ingvar Geirsson rautt spjald á síðustu mínútunum.

Síðasti leikur þeirra var á móti Keflavík í Keflavík en sá leikur tapaðist ósanngjarnt 3 – 1 en í þeim leik urðu Haukar fyrir áfalli því fyrirliðinn og miðvörðurinn Viktor Ari Viktorsson fékk slæmt höfðuhögg og nefbrotnaði og veður frá í 3 – 4 vikur. Í þessum leik skorðuð Haukar nokkur mörk en þau voru dæmd af fyrir utan eitt en það skoraði Bretinn sterki Liam Killa en hann kom til liðs við flokinn í byrjun júní mánaðar en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði Hauka. Næsti leikur liðsins í mótinu er á mánudaginn kemur við Aftureldingu/Hvíta Riddarann á Ásvöllum kl. 20:00.

Í bikarnum eru Haukar komnir í næstu umferð eftir sigur á Selfossi sjá umfjöllun um leikinn með því að klikka á linkinn http://www.haukar.is/fotbolti/index.php?p=yngrifl&fl=2kk Í næstu umferð keppa Haukar við Keflavík á útivelli fimmtudaginn 12. júlí kl. 20:00.

B – liðið spilar 8 leiki í sumar en þessu liði er eiginlega haldið úti til þess að fleiri leikmenn séu í leikæfingu en þetta lið er fyllt upp með 3. flokks strákum. Liðið er búið að spila 2 leiki og tapa þeim báðum einum á móti Fylki 6 – 0 á Ásvöllum en hinn var á móti Þrótti 3 – 2 inn í Laugardal en í þeim leik skorðuðu þeim Garðar Ingvar Geirsson og Einvarður Már Hermannsson. Næsti leikur liðsins er á móti KR á KR – vellinum þann 18. júlí.

En þess má geta að þeir Úlfar Hraf Pálsson, Ásgeir Þór Ingólfsson og Garðar Ingvar Geirsson eru að spila og æfa með meistaraflokki karla. Einnig hefur Þórir Guðnason verið að æfa með meistaraflokki.