Hnífjöfn

Fimmtudaginn 29. júní spilaði meistaraflokkur karla sinn 7 leik í 1. deild karla en leikurinn var á móti KA. Fyrir leikinn voru þessi lið jöfn í 7. – 8. sæti með 7 stig en þessi lið voru einnig með sömu markatölu.

Síðasti leikur Hauka var á móti Leikni R. á Leiknisvelli en sá leikur fór 5 – 2 Haukum í vil. En í þeim leik fengu Óli Jón og Davíð Ellerts rautt spjald og voru því í banni í leiknum á móti KA.

Byrjunarlið Hauka var þannig skipað að í markinu var Amir og fyrir framann hann í vörninni voru Jónas, Pétur, Bjarki Jóns oog Albert en hann var einnig fyrirliði. Á miðjunni voru Kristján Ómar, Guðjón, Edilon, og svo voru tveir aðeins fyrir framann þá úti á köntunum en það voru Hilmar Emils og Ómar Karl og frammi var Jónmundur.

Á fyrstu tíu mínútunum voru liðin nokkuð jöfn en KA voru í við betri án þess að skapa einhverja hættu. Á næstu 15 mínútum voru Haukarnir hættulegri og á 21. mínútu fék Hilmar Emils boltann á vinstri kantinum gaf síðann boltann inn í teigá fjærstöngina og þar var Edilon einn á auðum sjó og skaut á markið en boltinn fór beint í Sandor Matus markmann KA sem kom vel út á móti Ediloni.

KA átti ágæta tilraun á 33. mínútu en þá fékk Jallal Azarkane boltann inn í vítateig Hauka og skaut góðu skoti á markið en framhjá. Á markamínútunni miklu fengu KA hotnspyrnu og sendur var hár bolti sem fór á fjær og boltinn fór til eins KA manns sem gaf boltann inn í teig afturog þar barst boltinn til Óla Þórs Birgissonar sem skaut föstu skoti í þaknetiðog kom KA mönnum í 0 – 1. Nokkrum mínútum seinna flautaði Gylfi Þór Orrason til hálfleiks.

Í seinni hálfleik byrjuðu Haukar betur og á 50. mínútu fékk Ómar Karl boltann inni teig KA og gaf boltann á Jónmund en skallinn frá honum fór yfir. Á 64. mínútu fengu KA skyndisókn upp hægri kantinn en á þeirri leið féll einn KA maður niðu og Haukar náðu boltanum og spörkuðu boltanum útaf. Þá fór Gylfi Þór og talaði við aðstoðardómarann og eftir samræður þeirra var Pétri vikað að velli með rautt spjald fyrir olnbogaskot og Haukar einum manni færri.

Á 64. gerðu Haukar eina breytingu á liði sínu en þá fór Guðjón fór útaf og Hilmar Geir kom inn á. Á 77. mínútu slapp Hreinn Hringsson einn inn í gegn og skaut á markið en skotið hans fór framhjá. Tvem mínútum síðar fékk Hilmar Emils boltinn inn í vítateig KA við endamörkin vinstra meginn. Hilmar lék á einn KA mann og fékk Sandor Matus markmann KA út á móti sér en hilmar vipaði yfir hann og boltinn fór beint til Jónmunds sem klárði færið af stakri snilld.

Á 83. mínútu fékk Bjarki Jóns gult spjald. Svo á 86. mínútu kom Árni inná fyrir Himar Emils. Fátt markvert gerðist á síðustu mínútum leiksins. Og flautaði Gylfi Þór Orrason til leiksloka eftir 3 mínútna uppbótartíma.

Þeir sem voru bestir í liði Hauka voru Jónas sem spilaði af mestu óaðfinnalega, Hilmar Emils sem átti mjög góða spretti upp vinstri kantinn. Myndir úr leiknum er hægt að sjá á www.haukar.is/fotbolti svo er farið í myndir. Næsti leikur Hauka er á móti Stjörnunni á Stjörnuvelli föstudaginn 7. júla klukkan 20:00. Áfram Haukar!!!